Vor í íslenskri verkefnastjórnun
Útskriftarráðstefna MPM námsins við Háskólann í Reykjavík verður haldin föstudaginn 24. maí kl. 12:30 - 17:20 í stofum M101, V101 og V102
Ráðstefnan ,,Vor í íslenskri verkefnastjórnun" fjallar um íslenskar rannsóknir á sviðum verkefnastjórnunar og tengdra fræða. Ráðstefnan fer fram í Háskólanum í Reykjavík föstudaginn 24. maí næstkomandi kl. 12:30 - 17:20. Opnunarerindi ráðstefnunnar flytur Miles Shepherd, þrautreyndur verkefefnastjóri og lykilmaður í IPMA – Alþjóðasamtökum verkefnastjórnunarfélag og APM – Breska verkefnastjórnunarfélaginu. Yfirskriftin á erindi hans er "Project Management - Yesterday, Today and Tomorrow."
Ráðstefnan ,,Vor í íslenskri verkefnastjórnun" hefur verið árlegur viðburður frá upphafi MPM náms. Þar kynna útskriftarnemendur í MPM námi lokaverkefni sín. Alls 34 nemendur útskrifast með MPM gráðu frá tækni– og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík að þessu sinni. Á 4. og síðasta misseri vinna nemendur sjálfstætt að lokaverkefni, undir handleiðslu prófessors. Þeir skila niðurstöður sínar í formi ráðstefnugreinar og kynna rannsókn sína á ráðstefnunni. Nánari dagskrá.
Ráðstefnan fer fram í þremur samhliða straumum. Ráðstefnustjórar passa upp á dagskrá en hvert erindi er 15 mínútur og að auki eru 5 mínútur fyrir spurningar og svör. Hægt er að fara á milli ráðstefnusala á milli erinda.
Ráðstefnan er opin – enginn aðgangsreyrir - og öllum er heimill aðgangur meðan húsrúm leyfir.
Allir velkomnir.