Viðburðir eftir árum


Vor í íslenskri verkefnastjórnun

  • 24.5.2013, 12:30 - 17:20

Útskriftarráðstefna MPM námsins við Háskólann í Reykjavík verður haldin föstudaginn 24. maí Vor í íslenskri verkefnastjórnunkl. 12:30 - 17:20 í stofum M101, V101 og V102

Ráðstefnan ,,Vor í íslenskri verkefnastjórnun" fjallar um íslenskar rannsóknir á sviðum verkefnastjórnunar og tengdra fræða. Ráðstefnan fer fram í Háskólanum í Reykjavík föstudaginn 24. maí næstkomandi kl. 12:30 - 17:20. Opnunarerindi ráðstefnunnar flytur Miles Shepherd, þrautreyndur verkefefnastjóri og lykilmaður í IPMA – Alþjóðasamtökum verkefnastjórnunarfélag og APM – Breska verkefnastjórnunarfélaginu. Yfirskriftin á erindi hans er "Project Management - Yesterday, Today and Tomorrow."

Ráðstefnan ,,Vor í íslenskri verkefnastjórnun" hefur verið árlegur viðburður frá upphafi MPM náms. Þar kynna útskriftarnemendur í MPM námi lokaverkefni sín. Alls 34 nemendur útskrifast með MPM gráðu frá tækni– og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík að þessu sinni. Á 4. og síðasta misseri vinna nemendur sjálfstætt að lokaverkefni, undir handleiðslu prófessors. Þeir skila niðurstöður sínar í formi ráðstefnugreinar og kynna rannsókn sína á ráðstefnunni. Nánari dagskrá.

Ráðstefnan fer fram í þremur samhliða straumum. Ráðstefnustjórar passa upp á dagskrá en hvert erindi er 15 mínútur og að auki eru 5 mínútur fyrir spurningar og svör. Hægt er að fara á milli ráðstefnusala á milli erinda.

Ráðstefnan  er opin – enginn aðgangsreyrir - og öllum er heimill aðgangur meðan húsrúm leyfir.
Allir velkomnir.
Vinsamlegast athugið að á viðburðum Háskólans í Reykjavík (HR) eru teknar ljósmyndir og myndbönd sem notuð eru í markaðsstarfi HR. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á ru.is eða með því að senda tölvupóst á netfangið: personuvernd@ru.is
//
Please note that at events hosted at Reykjavik University (RU), photographs and videos are taken which might be used for RU marketing purposes. Read more about this on our ru.is or send an e-mail: personuvernd@ru.is