Viðburðir eftir árum


Frá úrgangi til verðmæta

Meðhöndlun og nýting á affalli og útblæstri jarðvarmavirkjana. Hvernig getur GEORG hjálpað?

  • 24.4.2013, 14:00 - 16:00

Fjórða málstofa af fimm á vegum GEORG um stöðu meðhöndlunar og nýtingar affalls og útblásturs jarðvarmavirkjana verður haldin miðvikudaginn 24. apríl kl. 14-16 í Háskólanum í Reykjavík, stofu M208.
 
Á þessari málstofa verður haldið áfram að ræða verðmætasköpun úr affalli og útblæstri.  Sveinn Aðalsteinsson mun greina frá áætlunum um stórfellda ylrækt tengda Hellisheiðarvirkjun.  Sigurður Brynjólfsson mun mun tala um nýja hönnun á  photobioreactor sem nýtir ljósdíóður við ræktun þörunga  og framleiðir verðmæt efni úr koltvísýringi og rafmagni frá jarðvarmavirkjunum. Andri Stefánsson mun fjalla um mögulega verðmætasköpun úr affallsvatni og segja frá meistaraverkefni í verkfræði sem hann er að vinna við Háskóla Íslands með styrk frá Orkurannsóknasjóði Landsvirkjunar og að lokum mun Arnþór Ævarsson segja frá GEOGAS verkefni Prokatin á Hellisheiði.
 
Að loknum framsöguerindum verður opnað fyrir almennar umræður.  Málþingið mun fara fram á ensku og er öllum opið
 
Nánari upplýsingar og efni frá fyrri málstofum.Vinsamlegast athugið að á viðburðum Háskólans í Reykjavík (HR) eru teknar ljósmyndir og myndbönd sem notuð eru í markaðsstarfi HR. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á ru.is eða með því að senda tölvupóst á netfangið: personuvernd@ru.is
//
Please note that at events hosted at Reykjavik University (RU), photographs and videos are taken which might be used for RU marketing purposes. Read more about this on our ru.is or send an e-mail: personuvernd@ru.is