Meðhöndlun og nýting á affalli og útblæstri jarðvarmavirkjana
Hvernig getur GEORG hjálpað?
Miðvikudaginn 8. mai 2013 kl. 14.00 – 16.00 í Háskólanum í Reykjavík, stofu M208.Fyrirlesarar:
Edda Sif Aradóttir, Orkuveitu Reykjavíkur
Ingvi Gunnarsson, Orkuveitu Reykjavíkur
Gunnar Gunnarsson, Orkuveitu Reykjavíkur
Fundarstjóri: Hjalti Páll Ingólfsson
Fimmta og síðasta málstofa, í bili. Markmið málstofanna er að ræða stöðu meðhöndlunar og nýtingar affalls og útblásturs jarðvarmavirkjana og skoða möguleika á samstarfi innan GEORG til að minnka umhverfisáhrif af þessum sökum og auka verðmætasköpun.
Á þessari málstofa verður lögð áhersla á niðurdælingu og förgun. Edda Sif Aradóttir mun segja frá Carbfix verkefninu, sem miðar að því að kanna fýsileika steindabindingar CO2 djúpt í berglögum í nágrenni Hellisheiðarvirkjunar. Ingvi Gunnarsson mun fjalla um Sulfix verkefnið sem lítur að varanlegri förgun á H2S með niðurdælingu og binding þess í jarðlögum. Að lokum mun svo Gunnar Gunnarsson fjalla um reynsluna af niðurdælingu affallsvatns frá Hellisheiðarvirkjun og endurskoðun á verklagi hennar vegna jarðskjálfta sem talið er að hún hafi orsakaði.
Að loknum framsöguerindum verður opnað fyrir almennar umræður. Málþingið mun fara fram á ensku og er öllum opið.