Viðburðir eftir árum


Meðhöndlun og nýting á affalli og útblæstri jarðvarmavirkjana

Hvernig getur GEORG hjálpað?

  • 8.5.2013, 14:00 - 16:00
Miðvikudaginn 8. mai 2013  kl. 14.00 – 16.00 í Háskólanum í Reykjavík, stofu M208.

Fyrirlesarar: 

      
Edda Sif Aradóttir, Orkuveitu Reykjavíkur
Ingvi Gunnarsson, Orkuveitu Reykjavíkur
Gunnar Gunnarsson, Orkuveitu Reykjavíkur
 
Fundarstjóri: Hjalti Páll Ingólfsson
 
Fimmta og síðasta málstofa, í bili. Markmið málstofanna er að ræða stöðu meðhöndlunar og nýtingar affalls og útblásturs jarðvarmavirkjana og skoða möguleika á samstarfi  innan GEORG til að minnka umhverfisáhrif af þessum sökum og auka verðmætasköpun.
 
Á þessari málstofa verður lögð áhersla á niðurdælingu og förgun.  Edda Sif  Aradóttir mun segja frá Carbfix verkefninu, sem miðar að því að kanna fýsileika steindabindingar CO2 djúpt í berglögum í nágrenni Hellisheiðarvirkjunar. Ingvi Gunnarsson mun fjalla um Sulfix verkefnið sem lítur að varanlegri förgun á H2S með niðurdælingu og binding þess í jarðlögum. Að lokum mun svo Gunnar Gunnarsson fjalla um reynsluna af niðurdælingu affallsvatns frá Hellisheiðarvirkjun  og endurskoðun á verklagi hennar vegna jarðskjálfta sem talið er að hún hafi orsakaði.
 
Að loknum framsöguerindum verður opnað fyrir almennar umræður.  Málþingið mun fara fram á ensku og er öllum opið.



Vinsamlegast athugið að á viðburðum Háskólans í Reykjavík (HR) eru teknar ljósmyndir og myndbönd sem notuð eru í markaðsstarfi HR. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á ru.is eða með því að senda tölvupóst á netfangið: personuvernd@ru.is
//
Please note that at events hosted at Reykjavik University (RU), photographs and videos are taken which might be used for RU marketing purposes. Read more about this on our ru.is or send an e-mail: personuvernd@ru.is