Tæknidagur
Tækni- og verkfræðideild býður gestum og gangandi að koma og kynna sér afrakstur verklegra og hagnýtra námskeiða og það öfluga starf sem unnið er í deildinni föstudaginn 17. maí kl. 14-16.
Sérstakir boðsgestir Tæknidags 2013 eru afmælisárgangar tæknifræðinga.
Dagskrá:
Kl. 14:00 Uppskeruhátíð 3ja vikna námskeiða tækni- og verkfræðideildar HR
Nemendur sýna verkefni sín, innandyra sem utan, í Háskólanum í Reykjavík, Nauthólsvík.
- Sjálfráður iðnróbot í fullu fjöri. Stofa V207, Rafeindatæknistofa.
- Hvalahlustunarbauja. Stofa V207, Rafeindatæknistofa.
- Orka og sjálfbærni, vindmyllu- og sólarorkuver í Flugumýri. Rauða húsið á lóð HR.
- Umhverfisvæn lýsing í Flugumýri. Rauða húsið á lóð HR.
- Frá bensíni yfir í rafmagn – rafbílaverkefni HR. Stofa V117, Orkutæknistofa
- Tölvustudd hönnun í þrívídd og smíði vélbúnaðar. Stofa V105 og V118, Vélsmiðja
- Tesla spóla spilar tónlist. Stofa V103.
- Háspennulínur og strengir. Stofa V103.
- Álagsgreining fyrir loftfimleika. Stofa V104
- Vöðvarit í hné. Stofa V107.
- Samhæfing á myndavélum fyrir hreyfigreiningu. Stofa V107.
- Spyrna í gervifæti. Stofa V107.
- Veðurhjúpurinn - hönnun, framkvæmd, reynsla - skoðun á nýlegum kirkjum. Stofa V111.
- Burðarvirkjahönnun húsbygginga. Stofa V112
- Tölvustudd hönnun og álagsprófun á álbitum. Stofa V116, Byggingartæknistofa.
- Burðarþolsprófun á timbri. Stofa V116, Byggingartæknistofa.
- Talandi róbot með sónar-sjón. Stofa V110.
- Vöruþróun frá upphafi til enda – opnar kynningar á verkefnum nemenda. Stofa V108.
- Hermun – opnar kynningar á verkefnum nemenda. Stofa V102.
- Verkefnastjórnun – leiðin til árangurs. Fyrir framan stofu V113.
Kl. 15:00 Viðurkenningar fyrir bestu lokaverkefni í tæknifræði
Stofa V102
Ari Kristinn Jónsson rektor býður gesti velkomna og ávarpar afmælisárganga.
Önundur Jónasson, formaður Tæknifræðingafélags Íslands veitir viðurkenningar fyrir framúrskarandi lokaverkefni. Nemendur sem hljóta viðurkenningar kynna lokaverkefni sín.
- Prófanir á ljosastaur ur basaltrefjastyrktu plastefni. Guðmundur Þorsteinn Bergsson.
- Endurbætur á rennum í flæðilínu - Möguleikar Marel til að framleiða þunnskelja íhluti úr plasti. Halldór Þorkelsson.
- Greining vandamála og úrbótatillaga í framleiðsluferli melmisstanga við HDC vél Fjarðaráls. Sverrir Haraldsson.
- Áhrif fylliefna á skammtimaformbreytingar i gólflögnum án álags. Valgeir Ólafur Flosason.