Viðburðir eftir árum


Tæknidagur

 • 17.5.2013, 14:00 - 16:00

Tækni- og verkfræðideild býður gestum og gangandi að koma og kynna sér afrakstur verklegra og hagnýtra námskeiða og það öfluga starf sem unnið er í deildinni föstudaginn 17. maí kl. 14-16.
Sérstakir boðsgestir Tæknidags 2013 eru afmælisárgangar tæknifræðinga.

Dagskrá:

Kl. 14:00     Uppskeruhátíð 3ja vikna námskeiða tækni- og verkfræðideildar HR
Nemendur sýna verkefni sín, innandyra sem utan, í Háskólanum í Reykjavík, Nauthólsvík.

 • Sjálfráður iðnróbot í fullu fjöri. Stofa V207, Rafeindatæknistofa.
 • Hvalahlustunarbauja. Stofa V207, Rafeindatæknistofa.
 • Orka og sjálfbærni, vindmyllu- og sólarorkuver í Flugumýri. Rauða húsið á lóð HR.
 • Umhverfisvæn lýsing í Flugumýri. Rauða húsið á lóð HR.
 • Frá bensíni yfir í rafmagn – rafbílaverkefni HR. Stofa V117, Orkutæknistofa
 • Tölvustudd hönnun í þrívídd og smíði vélbúnaðar. Stofa V105 og V118, Vélsmiðja
 • Tesla spóla spilar tónlist.  Stofa V103.
 • Háspennulínur og strengir.  Stofa V103.
 • Álagsgreining fyrir loftfimleika. Stofa V104
 • Vöðvarit í hné. Stofa V107.
 • Samhæfing á myndavélum fyrir hreyfigreiningu. Stofa V107.
 • Spyrna í gervifæti. Stofa V107.
 • Veðurhjúpurinn - hönnun, framkvæmd, reynsla - skoðun á nýlegum kirkjum. Stofa V111.
 • Burðarvirkjahönnun húsbygginga. Stofa V112
 • Tölvustudd hönnun og álagsprófun á álbitum. Stofa  V116, Byggingartæknistofa.
 • Burðarþolsprófun á timbri. Stofa V116, Byggingartæknistofa.
 • Talandi róbot með sónar-sjón.  Stofa V110.
 • Vöruþróun frá upphafi til enda – opnar kynningar á verkefnum nemenda.  Stofa V108.
 • Hermun – opnar kynningar á verkefnum nemenda.  Stofa V102.
 • Verkefnastjórnun – leiðin til árangurs.  Fyrir framan stofu V113.

Kl. 15:00     Viðurkenningar fyrir bestu lokaverkefni í tæknifræði

Stofa V102

Ari Kristinn Jónsson rektor býður gesti velkomna og ávarpar afmælisárganga.
Önundur Jónasson, formaður Tæknifræðingafélags Íslands veitir viðurkenningar fyrir framúrskarandi lokaverkefni.  Nemendur sem hljóta viðurkenningar kynna lokaverkefni sín.

 • Prófanir á ljosastaur ur basaltrefjastyrktu plastefni. Guðmundur Þorsteinn Bergsson.
 • Endurbætur á rennum í flæðilínu - Möguleikar Marel til að framleiða þunnskelja íhluti úr plasti. Halldór Þorkelsson.
 • Greining vandamála og úrbótatillaga í framleiðsluferli melmisstanga við HDC vél Fjarðaráls. Sverrir Haraldsson.
 • Áhrif fylliefna á skammtimaformbreytingar i gólflögnum án álags. Valgeir Ólafur Flosason.


Vinsamlegast athugið að á viðburðum Háskólans í Reykjavík (HR) eru teknar ljósmyndir og myndbönd sem notuð eru í markaðsstarfi HR. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á ru.is eða með því að senda tölvupóst á netfangið: personuvernd@ru.is
//
Please note that at events hosted at Reykjavik University (RU), photographs and videos are taken which might be used for RU marketing purposes. Read more about this on our ru.is or send an e-mail: personuvernd@ru.is