Viðburðir eftir árum


Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda 2013

Vinnusmiðja og verðlaunaafhending

  • 23.5.2013 - 26.5.2013, 9:00 - 17:00

Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda er hugmyndasamkeppni fyrir nemendur í 5., 6. og 7. bekk í grunnskóla. Nú hafa nemendur sent inn hugmyndir sínar og matsnefnd hefur setið undanfarið að störfum til að velja verkefni sem komast í úrslit.

Úrslitin fara fram í Háskólanum í Reykjavík fimmtudaginn 23. maí og föstudaginn 24. maí þegar nemendur taka átt í vinnusmiðju þar sem þeir geta útfært hugmyndir sínar með aðstoð leiðbeinenda.

Dómnefnd tekur síðan til starfa í lok vinnusmiðju og lokahátíð verður í húsnæði Háskólans í Reykjavík, sunnudaginn 26. maí kl. 15:00 þar sem úrslit verða kynnt.

Myndir frá keppninni 2012:

Nýsköpunarkeppni grunnskólanna


Nýsköpunarkeppni grunnskólanna

Nýsköpunarkeppni grunnskólanna

Nýsköpunarkeppni grunnskólanna
Vinsamlegast athugið að á viðburðum Háskólans í Reykjavík (HR) eru teknar ljósmyndir og myndbönd sem notuð eru í markaðsstarfi HR. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á ru.is eða með því að senda tölvupóst á netfangið: personuvernd@ru.is
//
Please note that at events hosted at Reykjavik University (RU), photographs and videos are taken which might be used for RU marketing purposes. Read more about this on our ru.is or send an e-mail: personuvernd@ru.is