Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda 2013
Vinnusmiðja og verðlaunaafhending
Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda er hugmyndasamkeppni fyrir nemendur í 5., 6. og 7. bekk í grunnskóla. Nú hafa nemendur sent inn hugmyndir sínar og matsnefnd hefur setið undanfarið að störfum til að velja verkefni sem komast í úrslit.
Úrslitin fara fram í Háskólanum í Reykjavík fimmtudaginn 23. maí og föstudaginn 24. maí þegar nemendur taka átt í vinnusmiðju þar sem þeir geta útfært hugmyndir sínar með aðstoð leiðbeinenda.
Dómnefnd tekur síðan til starfa í lok vinnusmiðju og lokahátíð verður í húsnæði Háskólans í Reykjavík, sunnudaginn 26. maí kl. 15:00 þar sem úrslit verða kynnt.
Myndir frá keppninni 2012: