Verkin tala
Opnar meistaravarnir og kynningar á rannsóknarverkefnum við tækni- og verkfræðideild
Háskólinn í Reykjavík stendur fyrir röð hádegisfyrirlestra undir yfirskriftinni „Verkin tala“ dagana 29. maí – 6. júní. Fyrirlestrarnir eru úr smiðju fræðimanna í tækni- og verkfræðideild HR en í þeim lýsa þeir viðfangsefnum rannsókna sinna. Þann 6. júní verða haldnar opnar meistaravarnir nemenda í tækni- og verkfræðideild frá kl. 9-17
Kynningar á rannsóknarverkefnum fara fram 29. maí - 5. júní kl. 12:15-12:45 í stofu V102.
Dagskrá
Miðvikudaginn 29. maí
Siðfræði í verkfræðivísindum: Project Ethics Tool (PEM)
Haukur Ingi Jónasson
Fimmtudaginn 30. maí
Raförvun á vöðvum þverlamaðra einstaklinga
Þórður Helgason
Föstudaginn 31. maí
Er hætta á ferðum? Áhættustjórnun og áreiðanleiki kerfa
Þorgeir Pálsson og Unnur Þórleifsdóttir
Mánudaginn 3. júní
Brotið og bramlað - Rannsóknir á þoli byggingarefna
Eyþór R. Þórhallsson
Þriðjudaginn 4. júní
Lofttóms-rafeindatækni - Eitt best geymda leyndarmál rafmagnsverkfræðinnar
Ágúst Valfells
Miðvikudaginn 5. júní
Umhverfisörvun og hröðun í íslenskum háhýsum
Jónas Þór Snæbjörnsson
Fimmtudaginn 6. júní kl. 9-17 verða opnar kynningar og varnir á meistaraverkefnum sem unnin hafa verið við tækni- og verkfræðideild á vorönn 2013.