Viðburðir eftir árum


Höfuðhögg í íþróttum

Íþróttafræðisvið HR og Íþrótta-og Ólymíusamband Íslands efna til málþings

  • 17.9.2013, 15:00 - 16:00

Íþróttafræðisvið Háskólans í Reykjavík og Ólympíusamband Íslands efna til málþings um höfuðhögg í íþróttum þriðjudaginn 17. september kl. 15 í stofu M209.

Dagskrá:

Höfuðhögg – einkenni og mögulegar afleiðingar
Dr. Jónas G Halldórsson, taugasálfræðingur.

Fyrstu viðbrögð við höfuðhöggum og eftirfylgd þeirra
Friðrik Ellert Jónsson, sjúkraþjálfari Stjörnunnar og A-landsliðs Íslands í knattspyrnu.

Höfuðhögg í knattspyrnu á Íslandi og þekking þjálfara á þeim
Jón Benjamín Sverrisson og Gunnar Örn Jónsson, íþróttafræðingar.

Að loknum erindum munu pallborðsumræður fara fram þar sem frummælendur taka þátt ásamt Guðrúnu Sóleyju Gunnarsdóttur, fyrrum A-landsliðskonu í knattspyrnu, og Jóni Heiðari Gunnarssyni, handknattleiksmanni.

Fundarstjóri: Ragnhildur Skúladóttir, sviðsstjóri þróunar- og fræðslusviðs ÍSÍ

Fundurinn er öllum opinn og er aðgangur ókeypis.





Vinsamlegast athugið að á viðburðum Háskólans í Reykjavík (HR) eru teknar ljósmyndir og myndbönd sem notuð eru í markaðsstarfi HR. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á ru.is eða með því að senda tölvupóst á netfangið: personuvernd@ru.is
//
Please note that at events hosted at Reykjavik University (RU), photographs and videos are taken which might be used for RU marketing purposes. Read more about this on our ru.is or send an e-mail: personuvernd@ru.is