Höfuðhögg í íþróttum
Íþróttafræðisvið HR og Íþrótta-og Ólymíusamband Íslands efna til málþings
Íþróttafræðisvið Háskólans í Reykjavík og Ólympíusamband Íslands efna til málþings um höfuðhögg í íþróttum þriðjudaginn 17. september kl. 15 í stofu M209.
Dagskrá:
Höfuðhögg – einkenni og mögulegar afleiðingar
Dr. Jónas G Halldórsson, taugasálfræðingur.
Fyrstu viðbrögð við höfuðhöggum og eftirfylgd þeirra
Friðrik Ellert Jónsson, sjúkraþjálfari Stjörnunnar og A-landsliðs Íslands í knattspyrnu.
Höfuðhögg í knattspyrnu á Íslandi og þekking þjálfara á þeim
Jón Benjamín Sverrisson og Gunnar Örn Jónsson, íþróttafræðingar.
Að loknum erindum munu pallborðsumræður fara fram þar sem frummælendur taka þátt ásamt Guðrúnu Sóleyju Gunnarsdóttur, fyrrum A-landsliðskonu í knattspyrnu, og Jóni Heiðari Gunnarssyni, handknattleiksmanni.
Fundarstjóri: Ragnhildur Skúladóttir, sviðsstjóri þróunar- og fræðslusviðs ÍSÍ
Fundurinn er öllum opinn og er aðgangur ókeypis.