Viðburðir eftir árum


Optimized Billet-Production Scheduling for an Aluminum Casting House.

Meistaravörn í rekstrarverkfræði við tækni- og verkfræðideild

  • 31.5.2017, 16:00 - 18:00

Miðvikudaginn 31. maí nk. kl. 16:00 heldur Garðar Ingi Reynisson fyrirlestur um 30 eininga verkefni sitt til meistaraprófs í rekstrarverkfræði við Háskólann í Reykjavík.  Verkefnið heitir Optimized Billet-Production Scheduling for an Aluminum Casting House. Fyrirlesturinn verður fluttur í stofu V102 og er öllum heimill aðgangur. 

Leiðbeinendur Garðars voru þeir Dr Eyjólfur Ingi Ásgeirsson dósent í rekstrarverkfræði við HR og Dr Páll Jensson  prófessor í rekstrarverkfræði við HR. Prófdómari er Dr Agni Ásgeirsson iðnaðarverkfræðingur.

Útdráttur

Í þessu verkefni var kannað hvort hægt væri að ná fram tímasparnaði í framleiðsluferli Álversins í Straumsvík, nánar tiltekið innan steypuskálans. Þróað var línulegt bestunarlíkan, þ.e. blandað heiltölulíkan, til þess að reikna út hagstæðasta framleiðsluskipulag fyrir hverja framleiðsluviku. Líkanið tekur inn pantanir fyrir heila framleiðsluviku og skilaði uppröðun af hagstæðasta framleiðsluskipulagi.

Bestunarlíkanið lágmarkar heildarfjölda mótaskipta í hverri framleiðsluviku ásamt því að stýra hráefnisnotkun við framleiðsluna. Nauðsynlegt þótti að taka sérstakt tillit til hráefnisnotkunarinnar vegna þess að ekki er hægt að tæma allt innihald úr íblöndunarofnunum í hverri framleiðslulotu. Þar af leiðandi sitja alltaf einhverjar leifar (svokallaðar dreggjar) eftir í hverjum ofni í lok hverrar framleiðslulotu. Passa þurfti upp á að dreggjarnar væru nægilega hagstæðar fyrir það melmi sem framleiða á í sérhverri framleiðslulotu.

Ef ekki er tekið nægilega mikið tillit til dreggjanna við val á melmi eru yfirgnæfandi líkur á að steypan uppfylli ekki gæðaviðmið. Þar af leiðandi yrði hún úrskurðuð ónýt. Bestunarlíkanið var prufað fyrir tvær mismunandi framleiðsluvikur frá árinu 2016. Fyrri vikan sem var skoðuð getur flokkast undir dæmigerða framleiðsluviku en seinni vikan sem var skoðuð getur verið skilgreind sem meira krefjandi framleiðsluvika. Bestunarlíkanið skilaði lausn með hagstæðustu framleiðsluröðinni fyrir báðar framleiðsluvikurnar.Vinsamlegast athugið að á viðburðum Háskólans í Reykjavík (HR) eru teknar ljósmyndir og myndbönd sem notuð eru í markaðsstarfi HR. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á ru.is eða með því að senda tölvupóst á netfangið: personuvernd@ru.is
//
Please note that at events hosted at Reykjavik University (RU), photographs and videos are taken which might be used for RU marketing purposes. Read more about this on our ru.is or send an e-mail: personuvernd@ru.is