Viðburðir eftir árum


Prioritizing and Overseeing a portfolio of generic drug launches

Meistaravörn í rekstrarverkfræði við tækni- og verkfræðideild

  • 31.5.2017, 13:30 - 15:30

Loki Húnfjörð ver meistararitgerð sína “Prioritizing and Overseeing a portfolio of generic drug launches“ þann 31. maí kl 13:30 í stofu M208

Prófdómari: Dr Þröstur Guðmundsson

Leiðbeinandi: Helgi Þór Ingason

Samheitalyfjasölufyrirtæki eins og Medis hafa jafnan stórt safn af lyfjum sem þau ætla að markaðsetja á fjölda markaða og til margra mismunandi viðskiptavina. Af þessu leiðir að þeir þurfa að klára fjölda verkefna fyrir ákveðnar tímasetningar. Þegar yfirsýn skortir yfir það hvaða verkefnum er lokið og hvaða verkefni eru eftir, þá geta komið upp vandamál sem forðast mætti með því að fylgjast betur með gangi hverrar markaðssetningar.

Annað vandamál getur komið upp þegar átt er við stór söfn af einhverju tagi er að of stórum hluta af auðlindum fyrirtækisins er varið í hluti sem gefa ekki nógu mikið af sér. Þess vegna er oft mælt með því að forgangsraða verkefnum eftir því hvaða vörur/lyf gefa mest af sér. Það að færa auðlindir yfir í verðmætari hluti í safninu getur skilað betri heildarafkomu, þó það þýði stundum að fórna þurfi einhverju sem hefur lægra virði.

Til að takast á við þessi vandamál var rýnt í fræðigreinar tengdar viðfangsefninu og einnig voru þarfir Medis greindar með viðtölum, bæði við yfirmann, verkefnastjóra og einnig við aðra starfsmenn fyrirtækisins.

Útkoma verkefnisins var breytilegt excel notendarviðmót. Þetta viðmót getur tekið við gögnum og búið til tékklista fyrir verkefnastjóra og starfsmenn Medis, til að halda utan um hvaða verkefni er búið að klára fyrir markaðsetningar á lyfjum. Viðmótið getur einnig sagt fyrir um hvaða lyf eiga að fá mikla athygli, með því að beita skölunaraðferðum til að ákveða fjárhagslegt virði hvers lyfs sem og hve vel það fellur að stefnu fyrirtækisins. Bestunaraðferð er beitt til að forgangsraða lyfjunum.Vinsamlegast athugið að á viðburðum Háskólans í Reykjavík (HR) eru teknar ljósmyndir og myndbönd sem notuð eru í markaðsstarfi HR. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á ru.is eða með því að senda tölvupóst á netfangið: personuvernd@ru.is
//
Please note that at events hosted at Reykjavik University (RU), photographs and videos are taken which might be used for RU marketing purposes. Read more about this on our ru.is or send an e-mail: personuvernd@ru.is