Viðburðir eftir árum


Reliability Analysis of the Electrical System in Boeing 757-200 and RB211-535 Engines

Meistaravörn í rekstrarverkfræði við tækni- og verkfræðideild

  • 2.6.2017, 15:00 - 17:00

Föstudaginn 2. júní nk. kl. 15:00 heldur Þórey Friðrikka Guðmundsdóttir fyrirlestur um 30 eininga verkefni sitt til meistaraprófs í rekstrarverkfræði við Háskólann í Reykjavík.  Verkefnið heitir Reliability Analysis of the Electrical System in Boeing 757-200 and RB211-535 Engines. Fyrirlesturinn verður fluttur í stofu V102 og er öllum heimill aðgangur.

Leiðbeinendur Þóreyjar Friðrikku voru þeir Dr Þorgeir Pálsson og Dr Páll Jensson, prófessorar við HR. Prófdómari er Dr Ólafur Pétur Pálsson prófessor við Háskóla Íslands.

Útdráttur

Að ferðast með flugi er í dag einn af öruggustu ferðamátunum. Háar áreiðanleika kröfur hafa fest sig í mót í flugiðnaðinum, vegna þess hversu alvarlegar afleiðingar kerfisbilanir geta haft. Árið 1953 var tveggja hreyfla flugvélum sett sú skorða að þurfa ávallt að vera innan við 60 mínútur frá næsta flugvelli á flugleið sinni. Árið 1985 var þessi regla útvíkkuð að hluta með tilkomu fjarflugs reglna (ETOPS reglur). Þessar reglur gefa ákveðið frávik frá 60 mínútna skorðunni, þannig að kleyft sé að fljúga tveggja hreyfla flugvélum fjær næsta flugvelli en sem nemur 60 mínútum, svo framralega sem rekstraraðili uppfylli ákveðnar kröfur hvað varðar tækni og rekstur flugvéla. Til þess að öðlast ETOPS leyfi, þá þarf bæði búnaður flugélarinnar og rekstraraðilinn að hlíta ákveðnum stöðlum og reglugerðum. 

Rafmagnskerfið í Boeing 757-200 flugvélum er stórt og flókið kerfi. Afleiðing þess að missa alla raforku á meðan flugi stendur, getur í versta mögulega tilfelli valdið hörmulegu slysi. Vegna þess hversu alvarlegar afleiðingar slík bilun getur valdið, þá er ákveðin umfremd innbyggð í rafmagnskerfið. Boeing 757-200 flugvélar voru á sínum tíma bæði hannaðar með þremur og fjórum rafölum. Flugvélar með fjórum rafölum hafa vökvaknúinn rafal (HMG), innbyggðan sem fjórða rafalinn. Boeing 757-200 flugvélar með þremur rafölum hafa í dag ekki ETOPS leyfi, en aftur á móti þá hafa þær Boeing 757-200 flugvélar sem innihalda HMG sem fjórða rafalinn, ETOPS leyfi upp að vissum mörkum. 

Aðalmarkmið þessarar rannsóknar er að þróa megindlega aðferð til að ákvarða áreiðanleika rafmagnskerfisins í Boeing 757-200 flugvélum með þremur rafölum og áreiðanleika RB211-535 þotuhreyfla. Þetta er gert í þeim tilgangi að meta hvort umrætt rafmagnskerfi standist þær áreiðanleika kröfur sem uppfylla þarf fyrir 120 mínútna ETOPS leyfi, án þess að hafa fjórða rafalinn innbyggðan. Áreiðanleika líkanið sem þróað er í þessu rannsóknarverkefni byggir á Áreiðanleika Blokk riti (RBD) og er BlockSim 10 hugbúnaðurinn notaður til að smíða módel með RBD aðferðinni. Stærðfræðileg greining sem og greining með hermun er framkvæmd með notkun BlockSim hugbúnaðarins, þar sem hugbúnaðurinn tekur yfir alla útreikninga. 

Niðurstöðurnar lofa góðu og styðja við þá hugmynd að það sé raunhæfur möguleiki að sækja um 120 mínútna ETOPS leyfi, þó svo að rafmagnskerfið innihaldi aðeins þrjá rafala.Vinsamlegast athugið að á viðburðum Háskólans í Reykjavík (HR) eru teknar ljósmyndir og myndbönd sem notuð eru í markaðsstarfi HR. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á ru.is eða með því að senda tölvupóst á netfangið: personuvernd@ru.is
//
Please note that at events hosted at Reykjavik University (RU), photographs and videos are taken which might be used for RU marketing purposes. Read more about this on our ru.is or send an e-mail: personuvernd@ru.is