Viðburðir eftir árum


Rýrnun og sprungumyndun í múrílögn

Meistaravörn í byggingarverkfræði/mannvirkjahönnun við tækni- og verkfræðideild

  • 2.6.2017, 13:00 - 15:00

Einar Ingvi Ólafsson ver meistararitgerð sína „Rýrnun og sprungumyndun í múrílögn“ 2. Júní,  kl.13:00 í stofu V102

Leiðbeinandi: Guðbjartur Jón Einarsson

Prófdómari: Guðni Jónsson

Ágrip:

Á Íslandi eru ílagnir og ásteypulög algeng ofan á steyptar einingar Þar sem steyptar ílagnir eru lagðar niður er sprungumyndum algengur galli. Mikilvægt er að komast að því hverjir eru helstu áhrifavaldar sprungumyndunar og hvort að einhverjar leiðir séu mögulegar til þess að koma í veg fyrir þetta vandamál. Megináhersla verkefnisins er að meta þá þætti sem hafa mest áhrif á sprungumyndun ásamt því að fara yfir aðferðir við val og niðurlögn ílagna á Íslandi.

Viðtöl voru tekin við hönnuði, verktaka og efnissala og reynt að fá innsýn í það hvernig og hvers vegna þeir framkvæma hlutina á þann hátt sem þeir gera. Reiknimódel á rýrnun samkvæmt leiðbeiningum ACI og EN staðla voru sett fram og borin saman. Einnig var smíðað reiknilíkan sem líkir eftir ílögn sem er bundin við yfirborð steyptrar plötu.

Niðurstöður leiddu ýmislegt áhugavert í ljós. Þar má nefna að aðferðir við ílagnir virðast ekki eins á Íslandi og á öðrum stöðum. Íslenska sjálfútleggjandi sementsílögnin er aðferð sem þekkist lítt utan landsteinanna. Töluverður munur er á niðurstöðum á rýrnun á milli EN staðals og ACI leiðbeininga. Samkvæmt niðurstöðum úr ACI er rýrnun 61, 5% meiri á blautri ílögn en í venjulegri steypu. Niðurstöður úr reiknilíkani leiddu í ljós að sprungur byrja að myndast í ílögninni á 2.–4. degi.Vinsamlegast athugið að á viðburðum Háskólans í Reykjavík (HR) eru teknar ljósmyndir og myndbönd sem notuð eru í markaðsstarfi HR. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á ru.is eða með því að senda tölvupóst á netfangið: personuvernd@ru.is
//
Please note that at events hosted at Reykjavik University (RU), photographs and videos are taken which might be used for RU marketing purposes. Read more about this on our ru.is or send an e-mail: personuvernd@ru.is