Viðburðir eftir árum


Tæknidagurinn

Uppskeruhátíð vornámskeiða iðn- og tæknifræðideildar

 • 17.5.2019, 14:15 - 18:00

Róbótar sem hlýða skipunum á íslensku, steypuhrærivél fyrir girðingarstaura og vindmylla úr tómum olíutunnum. Þetta eru aðeins þrjú af þeim verkefnum sem nemendur HR sýna á föstudaginn. Eins og þessi verkefni gefa til kynna láta nemendur iðn- og tæknifræðideildar og verkfræðideildar hugvit og verkvit njóta sín í þriggja vikna hagnýtum verkefnum í lok annar. Á Tæknideginum er gestum og gangandi boðið að koma og kynna sér afrakstur námskeiðanna og það öfluga starf sem unnið er í deildunum. Sérstakir boðsgestir Tæknidags eru afmælisárgangar tæknifræðinga.

DAGSKRÁ:

13:30

Grillaðar pylsur í portinu fyrir nemendur og starfsmenn iðn- og tæknideildar og verkfræðideildar

 

14:15-15:15

Nemendur sýna verkefni sem þeir hafa unnið að í þriggja vikna hagnýtum námskeiðum:

 • Róbótar sem hlýða skipunum á íslensku, forðast hindranir og gefa frá sér hljóð.

 • Hvernig byggir maður hús? Nemendur í byggingafræði hafa byggt líkan af húsi sem nota má sem kennsluefni fyrir krakka. Þau þurfa að byggja hús eins raunverulega og mögulegt er, með grind, einangrun, rakavörn, rafmagni og vatnslögnum.
 • Steypuhræruvél. Vélin passar á gröfuarm á lítilli gröfu og hentar vel til að steypa niður girðingastaura því hún hellir beint í mótið.

 • Vindmylla úr tómum olíutunnum.

 • Gröfuskófla á vörubílskrana – sú fyrsta í heiminum.

 • Smíði og prófun á Sterling-vél.

 • Sérsmíðuð kerra fyrir kappakstursbíl HR.

 • Litaflokkarinn

 

15:15-16:00

Viðurkenningar fyrir lokaverkefni, stofa V102

Viðurkenningar veittar fyrir framúrskarandi lokaverkefni í tæknifræði fyrir hönd menntamálanefndar tæknifræðinga.
 
Að þessu sinni hljóta eftirfarandi nemendur verðlaun fyrir framúrskarandi lokaverkefni:

 • Auðunn Herjólfsson, vél -og orkutæknifræði – Hringhjól
 • Sindri Páll Sigurðsson, vél- og orkutæknifræði - Lítil færanleg vatnaflsvirkjun
 • Sigurður Gunnar Sigurðsson, rafmagnstæknifræði - Hagræðing orkunotkunar Vinnslustöðvar Vestmannaeyja

 

16:00

Móttaka fyrir afmælisárganga tæknifræðinga, nemendur og kennara

Í Olympus, þriðju hæð. 

Hera Grímsdóttir, forseti iðn- og tæknifræðideildar, býður gesti velkomna og ávarpar afmælisárganga.

Léttar veitingar í boði. 

 

Vinsamlegast athugið að á viðburðum í húsnæði Háskólans í Reykjavík (HR) eru teknar ljósmyndir og myndbönd sem notuð eru í markaðsstarfi HR.Í húsnæði háskólans eru eftirlitsmyndavélar.Vinsamlegast athugið að á viðburðum Háskólans í Reykjavík (HR) eru teknar ljósmyndir og myndbönd sem notuð eru í markaðsstarfi HR. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á ru.is eða með því að senda tölvupóst á netfangið: personuvernd@ru.is
//
Please note that at events hosted at Reykjavik University (RU), photographs and videos are taken which might be used for RU marketing purposes. Read more about this on our ru.is or send an e-mail: personuvernd@ru.is