Viðburðir eftir árum


The Bag's Journey in its Entirety Through Keflavik Airport; Analyzed with Simulation

Meistaravörn í rekstrarverkfræði við tækni- og verkfræðideild

  • 30.5.2017, 16:00 - 18:00

Þriðjudaginn 30. maí nk. kl. 16:00 heldur Sylvía Rut Vilhjálmsdóttir fyrirlestur um 30 eininga verkefni sitt til meistaraprófs í rekstrarverkfræði við Háskólann í Reykjavík.  Verkefnið heitir "The Bag's Journey in its Entirety Through Keflavik Airport; Analyzed with Simulation". Fyrirlesturinn verður fluttur í stofu M103 og er öllum heimill aðgangur. 

Leiðbeinandi Sylvíu Rutar var Dr Páll Jensson, prófessor í rekstrarverkfræði við HR. Prófdómari er Sigurður Óli Gestsson iðnaðarverkfræðingur.

Útdráttur

Farangurskerfi eru nauðsynleg fyrir rekstur stórra flugvalla til þess að tryggja skilvirka meðhöndlun á farangri. Ófullnægjandi afkastageta farangurskerfa gerir það meira krefjandi að flokka og skila töskum á öruggan hátt.

Aukinn fjöldi ferðamanna sem ferðast í gegnum Keflavíkurflugvöll ár hvert hefur haft það í för með sér að það er farið að þrengja að innviðum flugvallarins, þá sérstaklega farangurskerfinu. Þegar skoðað er heildarferli töskunnar – allar aðgerðir framkvæmdar af mismunandi aðilum á flugvellinum – er það sýnilegt að þessar aðgerðir hafa áhrif hvor á aðra og afkastagetu farangurskerfisins. Þess vegna, þegar verið er að endurskoða afkastagetu kerfisins er mikilvægt að skoða heildarferli töskunnar til þess að koma í veg fyrir myndun flöskuhálsa.

Í þessari ritgerð er sýnt hvernig hermilíkan, sem endurspeglar farangursferlið á Keflavíkurflugvelli, var búið til. Markmiðið með líkaninu er að geta metið áhrif mismunandi aðgerða á heildarferlið. Staðfestingarprófanir á líkaninu sýna að hægt sé að nota útkomur þess til þess að hámarka getu ferlisins og farangurskerfisins.

 Vinsamlegast athugið að á viðburðum Háskólans í Reykjavík (HR) eru teknar ljósmyndir og myndbönd sem notuð eru í markaðsstarfi HR. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á ru.is eða með því að senda tölvupóst á netfangið: personuvernd@ru.is
//
Please note that at events hosted at Reykjavik University (RU), photographs and videos are taken which might be used for RU marketing purposes. Read more about this on our ru.is or send an e-mail: personuvernd@ru.is