Viðburðir eftir árum


Skotfélag Reykjavíkur, elsta íþróttafélag landins, heldur upp á 150 ára afmæli sitt

  • 21.8.2017, 12:00 - 13:30

Skotfélag Reykjavíkur, Háskólinn í Reykjavík og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands standa saman að hádegisfyrirlestrum í Háskólanum í Reykjavík mánudaginn 21. ágúst kl. 12:00 til 13:30 í sal M209. 

Niccolo Campriani og Petra Zublasing munu halda erindi um ýmsar hliðar skotíþrótta með afreksþjálfun og markmiðasetningu í brennipunkti en þau eru meðal helsta skotíþróttafólks heims síðustu ára.

Niccolo Campriani er tvöfaldur gullverðlaunahafi frá Ólympíuleikunum í Ríó, auk þess að hafa nælt sér í gull- og silfurverðlaun í London fjórum árum áður. Petra Zublasing hefur, eins og Campriani, unnið til fjölmargra heimsbikar- og Evróputitla, sett bæði heimsmet og ólympíumet og verið kosin skotíþróttaeinstaklingur ársins af alþjóðaskotíþróttasambandinu. Þau hafa æft skotíþróttir frá unga aldri og hafa frá mörgu að segja er tengist afreksíþróttaþjálfun og markmiðasetningu. 

Í lokin verður opnað fyrir spurningar og umræður.

Ekki missa af þessum einstaka viðburði sem á erindi við alla sem hafa áhuga á íþróttum.Vinsamlegast athugið að á viðburðum Háskólans í Reykjavík (HR) eru teknar ljósmyndir og myndbönd sem notuð eru í markaðsstarfi HR. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á ru.is eða með því að senda tölvupóst á netfangið: personuvernd@ru.is
//
Please note that at events hosted at Reykjavik University (RU), photographs and videos are taken which might be used for RU marketing purposes. Read more about this on our ru.is or send an e-mail: personuvernd@ru.is