Merki Háskólans í Reykjavík

Um merkið

Merkið er hannað af Alla Metal og Annettu Scheving, grafískum hönnuðum, árið 2009. Merki Háskólans í Reykjavík á rætur í aðalbyggingu hans við Nauthólsvík og undirstrikar sköpun og miðlun þekkingar og þann kraft, metnað og frumkvæði sem einkennir starfsemi skólans. Einingarnar sem mynda hringformið snertast, skarast og mynda hreyfingu eða flæði. Einingarnar eru ólíkar að stærð, lögun og lit, en saman mynda þær mikilvæga heild. Merkið er opið og einingarnar vísa frá miðju – beina flæði fólks og þekkingar frá kjarnanum, eins og geislar og vísa þar með til miðlunar hugmynda og þekkingar.

Litur

Rauður litur stendur m.a. fyrir kraft, kjark, lífsgleði, viljastyrk, metnað, raunsæi og hlýju. Rauður er einn af frumlitunum og sá litur sem augað nemur hvað sterkast.

Grunnform merkisins er hringur

Hringformið hefur hvorki upphaf né endi og er tákn einingar, heildar, óendanleika og alheims.

Merkið í hárri upplausn

Hér er að finna þrjár útgáfur merkisins í hárri upplausn. Þessi skjöl er t.d. best að nota í word og annars staðar þar sem efnið er prentað út.  

Merki Háskólans í ReykjavíkMerki Háskólans í ReykjavíkMerki Háskólans í Reykjavík

Merkið í lágri upplausn

Hér er að finna þrjár útgáfur merkisins í lágri upplausn. Þessar útgáfur er best að nota á vefsíðum og annari skjábirtingu þar sem efnið er ekki prentað út.

Merki Háskólans í ReykjavíkMerki Háskólans í ReykjavíkMerki Háskólans í Reykjavík

Án bakgrunns

Hér að finna þrjár útgáfur merkisins án bakgrunns. Þessar útgáfur er best að nota t.d. í Power Point og annars staðar þar sem merkið þarf að vera án bakgrunns.

Merki Háskólans í ReykjavíkMerki Háskólans í ReykjavíkMerki Háskólans í Reykjavík

Vector

Í þessu skjali er að finna allar útgáfur merkisins og liti. Þetta skjal er best að nota þegar unnið er með efni til prentunar í hönnunarforritum s.s. Illustrator og Indesign.


Var efnið hjálplegt? Nei