Viðburðir

28.3.2017 - 31.3.2017 12:00 - 13:00 Kynningarfundir um styrki til meistaraverkefna

Í samstarfi við aðila atvinnulífsins kallar HR nú eftir umsóknum um styrkt rannsóknarverkefni sem unnin verða skólaárið 2017-2018. Leiðbeinendur allra deilda skólans geta sent inn umsóknir um verkefni. Nemendur sem eru áhugasamir um að sækja um styrk gera það í samstarfi við leiðbeinanda sinn.

 

30.3.2017 Fyrirlestramaraþon HR 2017

Fyrirlestramaraþon HR er haldið árlega en þar flytja fræðimenn innan háskólans örfyrirlestra um allt milli himins og jarðar.

 

30.3.2017 12:00 - 13:00 Kynning á meistaranámi í mannauðsstjórnun og vinnusálfræði og markaðsfræði

Viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík efnir til kynningafundar um meistaranám. Forstöðumaður námsins, kennarar og nemendur gefa áhugasömum innsýn í námið og möguleika að námi loknu.

 

31.3.2017 12:00 - 14:00 Veðjað á rangan hest - málstofa

Lagadeild Háskólans í Reykjavík stendur fyrir málstofu um hættuna af hagræðingu úrslita í íþróttakeppnum og nauðsynleg viðbrögð. Málstofan verður haldin í stofu V101, föstudaginn 31. mars, frá kl. 12:00 - 14:00.

 

4.4.2017 15:00 - 16:00 Þarf að kenna forritun? Hver eru markmiðin?

Ungdómurinn í dag eru litlir tölvusnillingar sem eyða öllum stundum við tölvuna - krakkarnir kunna þetta allt saman hvort sem er. Eða hvað?

 

7.4.2017 12:15 - 13:00 CRESS talk - Interactive Data Visualization through Inductive Aggregation

In today's world, interactive visualization of large data is a must.

 

19.4.2017 12:00 - 13:00 Kynningarfundur MPM-námsins

Þriðjudaginn 19. apríl verður haldinn seinni kynningarfundur MPM-námsins við Háskólann í Reykjavík. Fundurinn verður í stofu V101 kl. 12. Létt hádegishressing verður í boði. Vinsamlegast sendið tölvupóst á mpm@ru.is til að skrá ykkur á fundinn.

 

24.4.2017 - 12.5.2017 9:00 - 16:00 Oliver Luckett: Social Media Storytelling, Direct to Consumer E-commerce, and Building Fan Bases at Scale

Samfélagsmiðlar skipa sífellt stærri sess í daglegu lífi okkar og mikilvægi þeirra þegar kemur að því að markaðssetningu vörumerkja er óumdeilt enda fara samskipti fólks í síauknum mæli fram á þessum miðlum og á netinu almennt

 

24.4.2017 12:00 - 13:00 Kynning á meistaranámi í klínískri sálfræði

Sálfræðisvið Háskólans í Reykjavík býður til kynningarfundar um meistaranám í klínískri sálfræði mánudaginn 24. apríl. Nemendur og kennarar gefa áhugsömum innsýn í námið og möguleika að námi loknu. 

 

 

27.4.2017 12:00 - 13:00 ICE-TCS: Dexter Kozen (Cornell University)

Mentoring session for students and young researchers with Dexter Kozen

 

Allir viðburðir