ADHD meðal stelpna

Þriðjudagsfyrirlestur HR og Vísis

  • 4.5.2021, 12:00 - 13:00

Bryndís Björk Ásgeirsdóttir, deildarforseti sálfræðideildar, flytur þriðjudagsfyrirlestur HR og Vísis um ADHD meðal stelpna. 

https://vimeo.com/542572256

Strákar eru mun líklegri en stelpur til að greinast með athyglisbrest með ofvirkni (ADHD), bæði hér á landi og erlendis. Nýlegar rannsóknir gefa til kynna að ein af ástæðum þess séu ólíkar birtingarmyndir ADHD einkenna kynjanna og kynjatengdar áskoranir varðandi félagslegt umhverfi, líðan og hegðun. Þessi kynjamunur getur leitt til þess að foreldrar og fagfólk beri síður kennsl á ADHD einkenni stelpna og því fái þær síður greiningu við hæfi en strákar. 

Í erindi sínu segir Bryndís Björk Ásgeirsdóttir, prófessor og deildarforseti sálfræðideildar HR, frá erlendum og íslenskum rannsóknum á kynjamuni í ADHD og hvernig ýmsir þættir í lífi ungmenna geti haft þar áhrif.

Viðburðurinn á Facebook  Vinsamlegast athugið að á viðburðum Háskólans í Reykjavík (HR) eru teknar ljósmyndir og myndbönd sem notuð eru í markaðsstarfi HR. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á ru.is eða með því að senda tölvupóst á netfangið: personuvernd@ru.is
//
Please note that at events hosted at Reykjavik University (RU), photographs and videos are taken which might be used for RU marketing purposes. Read more about this on our ru.is or send an e-mail: personuvernd@ru.is