Alþjóðadagur HR

Fulltrúar frá 14 erlendum samstarfsskólum veita upplýsingar í Sólinni

 • 28.9.2017

Alþjóðadagur HR verður haldinn í Sólinni fimmtudaginn 28. september kl. 11:00- 13:30.

Í þetta sinn verður öll áhersla lögð á upplýsingar um skiptinám erlendis og verða. Einnig verða fulltrúar frá alþjóðaskrifstofu HR og verkefnastjórar frá deildum til viðtals. Nemendur eru hvattir til að spjalla við gestina og erlendu skiptinemana sem eru við nám hér í HR, nota tækifærið og fá haug af upplýsingum um möguleika á skiptinámi.

Lögð er áhersla á að nemendur fái ítarlegar upplýsingar varðandi:

 • Námsframboð fyrir skiptinema í viððkomandi skólum
 • Umsóknarferli í HR
 • Upplýsingar frá HR nemendum sem hafa farið í skiptinám
 • Umsóknarferli í gestaskóla 
 • Gerð námssamnings (upplýsingar frá verkefnastjórum deilda)

Þeir skólar sem verða með fulltrúa frá sínum alþjóðaskrifstofum eru:  

Danmörk

 • Aarhus University 
 • University of Southern Denmark

Finnland

 • Åbo Akademi University Vasa Campus
 • University of Eastern Finland
 • University of Helsinki
 • University of Lapland
 • University of Tampere

Svíþjóð

 • Karlstad University
 • Linnaeus University
 • Lund University
 • Stockholm University 
 • University of Linköping

Noregur

 • University of Stavanger

Þýskaland

 • KLU - Kühne Logistics University. Viðskiptadeild HR er með Erasmus-samning við skólann, sem er einkaskóli með annir á sambærilegum tíma og við hér á Íslandi.