Alþjóðadagur HR // RU International day

Erlendir nemendur bjóða upp á mat frá sínum heimalöndum

 • 12.9.2019, 11:00 - 13:00

Alþjóðadagur HR verður haldinn fimmtudaginn 12. september. Að venju verða erlendir nemendur í aðalhlutverki á Alþjóðadeginum en þeir bjóða upp á mat frá sínum heimalöndum og verða til viðtals fyrir þá sem hafa áhuga á að fræðast um skiptinám og samstarfsskóla HR.

Þessi viðburður er frábært tækifæri fyrir nemendur HR að kynna sér spennandi möguleika í skiptinámi, starfsnámi og öðrum tækifærum á alþjóðavettvangi. Alþjóðaskrifstofa og nemendur HR sem hafa farið í skiptinám verða á staðnum og eru til viðtals fyrir áhugasama.
Við hvetjum alla til að taka þátt, víkka sjóndeildarhringinn og kynnast erlendu nemendunum okkar.

 • Staðsetning: Sólin
 • Dagsetning: 12.09.2019
 •  Klukkan: 11 -13:00

Þátttakendur í alþjóðadeginum eru:

 • Alþjóðaskrifstofa HR ásamt íslenskum skiptinemum
 •  Gestir frá 8 erlendum háskólum
 •  ESN – Erasmus Student Network
 •  Farabara.is ( upplýsingastofa um nám erlendis)
 •  Sendiráð eftirfarandi landa á Íslandi: Frakkland, Danmörk, Svíþjóð, Finnland, UK
 •  Fulbright sjóðurinn (Nám og fræðastörf í Bandaríkjunum, fræðimenn til Íslands)
 •  Kínverska menningarstofnunin Konfúsíusarstofnun Norðurljós (nám í kínversku)

Ratleikur alþjóðaskrifstofu – Verðlaun: inneign í eina flugferð að upphæð 50 þúsund, 10 máltíðir í Málinu, 10 kaffibollar í Kaffitári. Nemendur í fullu námi í HR geta tekið þátt.
Til að taka þátt, þarf að hlaða niður Goose Chase appinu. Þegar því er lokið er stofnaður aðgangur og leitað síðan að RU International Day.

.................................

RU International day will be held Thursday 12 September at 11:00-13:00.

The aim of the International day in the Sun is to provide students at RU with information on exchange/internship/study opportunities abroad, to emphasise the importance of gaining international experience and to celebrate cultural difference.

International exchange students will prepare traditional dishes from their home country and give away for tasting while offering information about their home university and their experience of exchange studies. The Icelandic students who have just been repatriated after a semester abroad, will also share their experiences at the International Office booth where guests can enjoy some goodies.
Embassies and international associations will present opportunities abroad for RU students. We encourage all of you to participate in this fun event.

 • Room: Sólin
 • Date: 12. september
 • Time: 11:00 - 13:00

Participants in the international day:

 • RU International Office with Icelandic exchange students
 • We are delighted to have representatives from eight partner universities
 • ESN – Erasmus Student Network
 • Farabara.is Information on graduate studies abroad
 • Embassies in Iceland: France, Denmark, Sweden, Finland, UK.
 •  Fulbright in Iceland
 •  The Northern Lights Confucius Institute

Goose chase - Full time students at RU can participate in a treasure hunt where they can win 50.000 ISK to buy a flight ticket abroad, card with 10 meals at Málið or a card with 10 cups of coffee/tea at Kaffitár.
To participate you download the Goose Chase app. Then you sign up and look for "RU International Day".


 Vinsamlegast athugið að á viðburðum Háskólans í Reykjavík (HR) eru teknar ljósmyndir og myndbönd sem notuð eru í markaðsstarfi HR. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á ru.is eða með því að senda tölvupóst á netfangið: personuvernd@ru.isVinsamlegast athugið að á viðburðum Háskólans í Reykjavík (HR) eru teknar ljósmyndir og myndbönd sem notuð eru í markaðsstarfi HR. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á ru.is eða með því að senda tölvupóst á netfangið: personuvernd@ru.is
//
Please note that at events hosted at Reykjavik University (RU), photographs and videos are taken which might be used for RU marketing purposes. Read more about this on our ru.is or send an e-mail: personuvernd@ru.is