Alþjóðlega ICAD-ráðstefnan

Tólfta árlega ráðstefnan um sannreynda hönnun (Axiomatic Design)

  • 9.10.2018 - 12.10.2018

Tólfta árlega ráðstefnan um sannreynda hönnun (Axiomatic Design) verður haldin í Háskólanum í Reykjavík dagana 9. – 12. október 2018.

Sannreynd hönnun er aðferðafræði sem var þróuð af dr. Nam P. Suh frá MIT og er notuð til að hanna einföld en kraftmikil kerfi á einfaldan og skýran hátt.

Næsta þriðjudag verður aðferðafræðin kennd í stofu M102. Miðvikudag og fimmtudag verða rannsóknir kynntar á veggspjöldum í nokkrum stofum. Aðgangur er ókeypis fyrir nemendur og starfsfólk HR.