Fjórða iðnbyltingin - opinn fyrirlestur

Ólafur Andri Ragnarsson, aðjúnkt við tölvunarfræðideild

  • 13.12.2019, 12:10 - 13:00

Fjorda-idnbyltingin-kapa-frontur-HIRES

Fjórða iðnbyltingin stendur nú yfir og framundan eru miklar breytingar. Róbotar taka yfir störf, gervigreind leysir ráðgjafa af hólmi og drónar munu ferja fólk og varning. Tækni framtíðarinnar er í senn heillandi, ógnvænleg og sveipuð óvissu.

Ólafur Andri Ragnarsson, tölvunarfræðingur og aðjúnkt við Háskólann í Reykjavík, heldur opinn fyrirlestur í HR í tilefni útgáfu á bók hans um fjórðu iðnbyltinguna. Í fyrirlestrinum fer hann yfir iðnbyltingar fyrri tíma og ræðir við hverju megi búast af þeirri fjórðu, hann fer yfir tæknisöguna og ræðir sjálfkeyrandi bíla, dróna, Netflix, Uber, örlög Nokia, framgang Apple, nýjungar hjá Google o.fl.

Undanfarin ár hefur Ólafur Andri kennt námskeiðið „Ný tækni“ við Háskólann í Reykjavík sem verið hefur mjög vinsælt. 

Fyrirlesturinn verður haldinn í stofu M101 klukkan 12:10-13:00

Boðið verður upp á léttar veitingar.

Öll velkomin.

Hægt verður að fylgjast með fyrirlestrinum í streymi, hér .Vinsamlegast athugið að á viðburðum Háskólans í Reykjavík (HR) eru teknar ljósmyndir og myndbönd sem notuð eru í markaðsstarfi HR. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á ru.is eða með því að senda tölvupóst á netfangið: personuvernd@ru.is
//
Please note that at events hosted at Reykjavik University (RU), photographs and videos are taken which might be used for RU marketing purposes. Read more about this on our ru.is or send an e-mail: personuvernd@ru.is