Börn og D-vítamín: Hvað vitum við um stöðuna á Íslandi?

Barnalæknirinn Dr. Josko Markic heldur fyrirlestur í Háskólanum í Reykjavík um mikilvægi og hlutverk D-vítamíns

  • 20.9.2021, 12:00 - 13:00

Barnalæknirinn Dr. Josko Markic heldur fyrirlestur í Háskólanum í Reykjavík um mikilvægi og hlutverk D-vítamíns, mánudaginn 20. september klukkan 12:00 í stofu M209. 

Dr. Markic er dósent við læknadeild háskólans í Split og vinnur einnig sem sérfræðingur á barnadeild háskólasjúkrahússins í Split. Undanfarin ár hafa rannsóknir hans beinst að hlutverki D-vítamíns en skortur á því getur leitt til alvarlegra heilsufarsvandamála og sjúkdóma. Hann beinir sjónum sínum í fyrirlestrinum að Íslandi, ekki síst þar sem sólarljós, sem er af skornum skammti hér norður í hafi, er nauðsynlegt fyrir myndun D-vítamíns. Vinsamlegast athugið að á viðburðum Háskólans í Reykjavík (HR) eru teknar ljósmyndir og myndbönd sem notuð eru í markaðsstarfi HR. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á ru.is eða með því að senda tölvupóst á netfangið: personuvernd@ru.is
//
Please note that at events hosted at Reykjavik University (RU), photographs and videos are taken which might be used for RU marketing purposes. Read more about this on our ru.is or send an e-mail: personuvernd@ru.is