Boxið

Framkvæmdakeppni framhaldsskólanna

  • 11.11.2017

Boxið er vettvangur fyrir framhaldsskólanema til að spreyta sig á ólíkum verkefnum, reyna á samvinnu og kynnast tækni – og iðnaði á skemmtilegan hátt. Keppnin er frábær vettvangur fyrir ungt fólk sem er óhrætt við að hugsa út fyrir boxið og reyna á hugvit sitt og verklag í góðum hópi.

Skólarnir sem taka þátt

Skólar sem eiga lið í keppninni í ár eru: Menntaskólinn við Hamrahlíð, Menntaskólinn í Kópavogi, Menntaskólinn að Laugarvatni, Menntaskólinn í Reykjavík, Tækniskólinn, Fjölbrautarskólinn í Breiðholti, Kvennaskólinn í Reykjavík og Fjölbrautaskóli Suðurlands.

Alls tóku 15 framhaldsskólar þátt í undankeppni, sem var haldin fyrir stuttu, með alls 27 lið.

Fyrirtækin

Þau fyrirtæki sem leggja þrautirnar fyrir í ár eru: Endurvinnslan, KeyNatura, Valka, Marel, Mannvit, Oddi, NoxMedical og Kóðinn/Skema.

Um Boxið

Markmiðið með keppninni er að kynna og vekja áhuga á tækni, tækninámi og störfum í iðnaði en hér á landi er verulegur skortur á tæknimenntuðu fólki.

Háskólinn í Reykjavík, Samtök iðnaðarins, mennta- og menningarmálaráðuneyti og Samband íslenskra framhaldsskólanema standa að Boxinu.

Fara á vef Boxins