Brautskráning
Kandídatar brautskráðir frá Háskólanum í Reykjavík
Brautskráning frá Háskólanum í Reykjavík verður í Hörpu 30. janúar.
Vegna samkomutakmarkana verða alls tíu minni athafnir til skiptis í Eldborg og Silfurbergi eins og fram kemur hér að neðan. Útskriftarnemar hafa fengið tölvupóst um hvenær þeir eigi að mæta, með nánari upplýsingum. Grímuskylda er á öllum athöfnunum.
Öllum athöfnunum verður streymt beint á netinu. Hægt er að horfa á streymið hér að neðan.
Dagskrá:
Sviðsforseti býður útskriftarnema velkomna og setur athöfnina.
Gabríela Jóna Ólafsdóttir heldur ávarp fyrir hönd útskriftarnema.
Deildarforsetar afhenda útskriftarnemum skírteini sín.
Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík, hátíðarávarp
Kl. 10:00 í Silfurbergi: Iðn- og tæknifræðideild, grunnnámKl. 10:30 í Eldborg: Iðn- og tæknifræðideild, grunnnám
Kl. 11:00 í Silfurbergi: Iðn- og tæknifræðideild, íþróttafræðideild og viðskiptadeild, meistaranemar
Kl. 11:30 í Eldborg: Verkfræðideild, grunnnám
Kl. 12:00 í Silfurbergi: Tölvunarfræðideild, grunnnám
Kl. 13:00 í Eldborg: Tölvunarfræðideild, grunnnám
Kl. 13:30 í Silfurbergi: Tölvunarfræðideild og lagadeild, grunnnám
Kl. 14:00 í Eldborg: Viðskiptadeild og sálfræðideild, grunnnám
Kl. 14:30 í Silfurbergi: Verkfræðideild og lagadeild, meistaranemar
Kl. 15:00 í Eldborg: Sálfræðideild og viðskiptadeild, meistara- og doktorsnemar