Brautskráning

Kandídatar brautskráðir frá Háskólanum í Reykjavík

  • 30.1.2021, 11:00 - 15:00

Brautskráning frá Háskólanum í Reykjavík verður í Hörpu 30. janúar.

Vegna samkomutakmarkana verða alls tíu minni athafnir til skiptis í Eldborg og Silfurbergi eins og fram kemur hér að neðan. Útskriftarnemar hafa fengið tölvupóst um hvenær þeir eigi að mæta, með nánari upplýsingum. Grímuskylda er á öllum athöfnunum.

Öllum athöfnunum verður streymt beint á netinu. Hægt er að horfa á streymið hér að neðan.

Dagskrá:

Sviðsforseti býður útskriftarnema velkomna og setur athöfnina.

Gabríela Jóna Ólafsdóttir heldur ávarp fyrir hönd útskriftarnema.

Deildarforsetar afhenda útskriftarnemum skírteini sín.

Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík, hátíðarávarp

Kl. 10:00 í Silfurbergi: Iðn- og tæknifræðideild, grunnnám
Kl. 10:30 í Eldborg: Iðn- og tæknifræðideild, grunnnám
Kl. 11:00 í Silfurbergi: Iðn- og tæknifræðideild, íþróttafræðideild og viðskiptadeild, meistaranemar  
Kl. 11:30 í Eldborg: Verkfræðideild, grunnnám
Kl. 12:00 í Silfurbergi: Tölvunarfræðideild, grunnnám
Kl. 13:00 í Eldborg: Tölvunarfræðideild, grunnnám
Kl. 13:30 í Silfurbergi: Tölvunarfræðideild og lagadeild, grunnnám
Kl. 14:00 í Eldborg: Viðskiptadeild og sálfræðideild, grunnnám
Kl. 14:30 í Silfurbergi: Verkfræðideild og lagadeild, meistaranemar
Kl. 15:00 í Eldborg: Sálfræðideild og viðskiptadeild, meistara- og doktorsnemar


https://vimeo.com/504860472"Vinsamlegast athugið að á viðburðum Háskólans í Reykjavík (HR) eru teknar ljósmyndir og myndbönd sem notuð eru í markaðsstarfi HR. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á ru.is eða með því að senda tölvupóst á netfangið: personuvernd@ru.is
//
Please note that at events hosted at Reykjavik University (RU), photographs and videos are taken which might be used for RU marketing purposes. Read more about this on our ru.is or send an e-mail: personuvernd@ru.is