Endurkoma knattspyrnufólks á völlinn eftir hásinarslit

Frá meiðslum og aftur á völlinn á sex mánuðum

  • 6.10.2022, 12:00 - 13:00

Dr. Chris Curtis heldur fyrirlestur um endurkomu knattspyrnufólks á völlinn eftir meiðsli með hjálp faglegrar næringarráðgjafar. Fyrirlesturinn verður haldinn 6. október kl. 12:00 í stofu M123 í Háskólanum í Reykjavík. 

Hásinarslit eru með langvinnustu meiðslum hjá atvinnufótboltafólki. Með nýjustu þekkingu í endurhæfingu, íþróttafræðum og næringarfræðum hefur verið hægt að stytta tímann sem endurhæfing tekur. Fyrirlesturinn mun fjalla um næringarráðgjöf sem leikmaður fékk frá því að meiðsl áttu sér stað og þangað til hann gat snúið aftur á völlinn innan sex mánaða. Vinsamlegast athugið að á viðburðum Háskólans í Reykjavík (HR) eru teknar ljósmyndir og myndbönd sem notuð eru í markaðsstarfi HR. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á ru.is eða með því að senda tölvupóst á netfangið: personuvernd@ru.is
//
Please note that at events hosted at Reykjavik University (RU), photographs and videos are taken which might be used for RU marketing purposes. Read more about this on our ru.is or send an e-mail: personuvernd@ru.is