Endurvinnsla málma

Söfnun og flokkun, framleiðsluferli og umhverfisáhrif

  • 24.4.2017, 13:30 - 16:15

Tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík stendur fyrir málstofu sem er liður í eflingu efnisfræði og efnisverkfræði sem fræðigreina hér á landi. Þetta er seinni málstofan af tveimur sem áætluð er á kennsluárinu 2016 – 2017. Hún verður haldin í stofu M208.

Dagskrá

13:30 – 14:00 Endurvinnsla málma, ferli og umhverfisáhrif:

Þröstur Guðmundsson & Guðrún A. Sævarsdóttir frá Háskólanum í Reykjavík

14:00 – 14:20 Endurvinnsla málma, tölfræði og skuldbindingar Íslands:

Guðmundur B. Ingvarsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun

14:20 – 14:40 Verðmæti á villigötum: 

Sigurjón Svavarsson, EHS Manager Elkem Iceland

14:40 – 15:00 Kaffihlé

15:00 – 15:20 Niðurrif mannvirkja, efnisstraumar og endurvinnsla byggingarefna:

Eyþór Sigfússon, ráðgjafi hjá HSE Consulting 

15:20 - 16:00 Móttaka, flokkun og meðhöndlun málma til endurvinnslu:

Daði Jóhannesson, framkvæmdastjóri Hringrásar ehf

16:00 – 16:15 Umræður og málstofulok

Fundarstjóri: Guðrún A. Sævarsdóttir, forseti tækni- og verkfræðideildar Háskólans í Reykjavík.

Fundinum verður streymt hér: https://livestream.com/ru/efnisfr2017

Aðgangur er ókeypis og málstofan er öllum opin.