Prófaðu tíma í MBA

Kennslustund hjá Nataliu Yankovic

  • 14.3.2019, 12:00 - 13:00

Fimmtudaginn 14. mars efnir MBA-námið til svokallaðs „case“-fundar með Nataliu Yankovic, lektor.

Fundurinn verður haldinn í Háskólanum í Reykjavík, í stofu M-208 kl. 12-13. Léttur hádegisverður verður í boði frá kl. 11:30.

Natalia YankovicNatalia kennir námskeiðið Operations Management við MBA-nám HR og er jafnframt lektor við Los Andes viðskiptaháskólann í Chile.

Í tímanum ræðir hún raundæmi sem áhugasamir fá sent í tölvupósti til undirbúnings þegar þeir hafa skráð sig á fundinn. Gert er ráð fyrir að gestir taki þátt í umræðum.

Áhugasamir eru vinsamlega beðnir um að skrá sig á fundinn með því að senda póst á netfangið mba@ru.is.


Nánari upplýsingar um námið og/eða kynningarfundinn veitir Hrund Steingrímsdóttir, skrifstofustjóri.
Netfang: mba@ru.is
Sími: 599 6303

Einnig verða haldnir kynningarfundir um MBA-námið 28. mars og 10. apríl, og þeir fundir eru opnir öllum.


Vinsamlegast athugið að á viðburðum í húsnæði Háskólans í Reykjavík (HR) eru teknar ljósmyndir og myndbönd sem notuð eru í markaðsstarfi HR.Í húsnæði háskólans eru eftirlitsmyndavélar