Forritunarkeppni framhaldsskólanna

Við hvetjum alla til að koma og prófa!

  • 23.3.2019

Háskólinn í Reykjavík hefur staðið fyrir Forritunarkeppni framhaldsskólanna í fjölmörg ár og hefur ásókn í keppnina aukist ár frá ári enda til mikils að vinna.

Keppnin er ekki eingöngu ætluð þeim sem hafa reynslu af forritun fyrir heldur er hún fyrir alla framhaldsskólanema, jafnt þá sem hafa lært forritun og aðra. Við hvetjum því alla til að koma og prófa.

  • Forritunarkeppnin verður haldin 23. mars nk. 
  • Skráning hefst 4. febrúar og lýkur 13. mars.
  • Skráning og nánari upplýsingar eru á vefnum: forritun.is

Vinsamlegast athugið að á viðburðum í húsnæði Háskólans í Reykjavík (HR) eru teknar ljósmyndir og myndbönd sem notuð eru í markaðsstarfi HR.

Í húsnæði háskólans eru eftirlitsmyndavélar.