Framúrskarandi nemendur hljóta viðurkenningu

Forsetalistaathöfn 13. september

  • 13.9.2017, 17:00 - 18:00

Miðvikudaginn 13. september verður framúrskarandi nemendum veitt viðurkenning fyrir árangur sinn í námi. Þessir nemendur komast á forsetalista og fá niðurfelld skólagjöld annarinnar. Að auki fá þeir nýnemar sem stóðu sig best í framhaldsskóla styrk og fá einnig niðurfelld skólagjöld.

Við sama tilefni verða veitt frumkvöðlaverðlaun Guðfinnu S. Bjarnadóttur en þau hlýtur sá hópur sem er talinn hafa sett fram bestu viðskiptaáætlunina í námskeiðinu Nýsköpun og stofnun fyrirtækja sem fór fram í vor. Einnig veitir bókaútgáfan Codex framúrskarandi nemanda í lagadeild hvatningarverðlaun. 

Dagskrá:

Setning

Dr. Einar Hreinsson, forstöðumaður kennslusviðs, setur athöfnina og býður gesti velkomna

Ávarp

Dr. Ari Kristinn Jónsson, rektor HR, afhendir nýnemastyrki í grunnnámi

Afhending viðurkenningarskjala

Deildaforsetar afhenda nemendum á forsetalista viðurkenningarskjöl

            Lagadeild

            Tækni- og verkfræðideild

            Viðskiptadeild

            Tölvunarfræðideild

Hvatningarverðlaun Codex

Frumkvöðlaverðlaun Guðfinnu S. Bjarnadóttur

Ávarp nemanda 

Sindri Ingólfsson

Að athöfn lokinni verður boðið upp á léttar veitingar