Fullveldi í 99 ár

Ráðstefna til heiðurs dr. Davíð Þór Björgvinssyni, fyrrverandi dómara Mannréttindadómstóls Evrópu, sextugum.

 • 22.9.2017, 13:00 - 16:30

Í tilefni af útgáfu afmælisrits til heiðurs dr. Davíð Þór Björgvinssyni, prófessor og fyrrverandi dómara við mannréttindadómstól Evrópu, standa Háskólinn í Reykjavík, Háskóli Íslands, Háskólinn á Akureyri og Háskólinn á Bifröst fyrir ráðstefnu föstudaginn 22. sept. næstkomandi um fullveldi frá sjónarhóli mismunandi fræðigreina.

Ráðstefnan fer fram í fyrirlestrarsal V-101 í Háskólanum í Reykjavík frá kl. 13-16:30. Allir velkomnir.

Dagskrá

13.00 Setning  Svala Ísfeld Ólafsdóttir, dósent við lagadeild HR, ráðstefnustjóri og ritstjóri afmælisritsins

13.05 Ávarp forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessonar

13.10 Alþjóðlegt sjónarhorn

 • „Saving the giant from its untimely death“ – Chibli Mallat, Professor of Law, University of Utah 
 • Sovereignties: A view from the EU – Alexandre Stutzmann, Director for Committees: External Policies European Parliament

13.30 Heimspeki, saga, menning og stjórnmál

 • Heimsborgarahugsjónin – Salvör Nordal umboðsmaður barna og dósent við sagnfræði- og heimspekideild HÍ 
 • Leiðin til fullveldis – Stefanía Óskarsdóttir dósent við stjórnmálafræðideild HÍ
 • „Ísland sé fyrir Íslendinga“ – Guðmundur Hálfdanarson prófessor við sagnfræði- og heimspekideild HÍ og forseti hugvísindasviðs
 • Fullveldi smáríkja – Baldur Þórhallsson prófessor við stjórnmálafræðideild HÍ
 • Tungan og fullveldið – Eiríkur Rögnvaldsson prófessor við íslensku- og menningardeild HÍ

14.30 Kaffihlé

14.50  Lögfræði og hagfræði

 • Krónan og fullveldið – Ólafur Ísleifsson dósent við viðskiptadeild Háskólans á Bifröst
 • Stjórnarskrárákvæði um framsal ríkisvalds – Björg Thorarensen prófessor við lagadeild HÍ
 • Er þörf á stjórnarskrárákvæði um stöðu þjóðaréttar? – Skúli Magnússon héraðsdómari og dósent við lagadeild HÍ
 • Mannréttindadómstóllinn og fullveldið – Dóra Guðmundsdóttir sérfræðingur í Evrópurétti og aðjúnkt við lagadeild HÍ
 • Forgangur EES reglna: Hvað er að frétta af bókun 35? – Gunnar Þór Pétursson framkvæmdastjóri innra markaðssviðs Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) og prófessor við lagadeild HR
 • Fullveldið og heimskautarétturinn – Ágúst Þór Árnason aðjúnkt við lagadeild HA

15.50   

 • Margeygt og margarma kvikvendi – Davíð Þór Björgvinsson

16.00 Umræður

16.30 Málþingi slitið