Fundur um opinberan stuðning til nýsköpunar

Vegna umsókna um styrki úr Tækniþróunarsjóði

  • 13.8.2019, 15:00, Háskólinn í Reykjavík

Við verðum með kynningarfund í næstu viku um opinbera styrki til nýsköpunar. Hann er tímasettur til að gagnast vegna umsókna um styrki úr Tækniþróunarsjóði, en umsóknarfrestur er til 16. september.

Kolbrún Bjargmundsdóttir og Lýður Skúli Erlendsson, sérfræðingar hjá Rannís, fara yfir möguleika til styrkja á vegum Rannís, þ.m.t. vegna Tækniþróunarsjóðs, skattfrádráttar og Nýsköpunarsjóðs námsmanna. Farið verður yfir mikilvæg atriði sem hafa þarf í huga þegar sótt er um stuðning. Hægt verður að spyrja spurninga eftir kynninguna.

Fundurinn verður haldinn í Háskólanum í Reykjavík, stofu M102, á þriðjudaginn kl. 15 og er opinn öllum meðlimum Fjártækniklasans og gestum þeirra. Endilega gangið í nýlegan Facebook-hóp meðlima Fjártækniklasans og skráið mætingu á þennan fund og fleiri í framtíðinni.

Sjálfsagt er að mæta án þess að skrá sig, en skráning hjálpar til við skipulagningu.

  • Stofa: M102
  • Tími: 15:00 
  • Dagsetning: 13.08.19

Vinsamlegast athugið að á viðburðum Háskólans í Reykjavík (HR) eru teknar ljósmyndir og myndbönd sem notuð eru í markaðsstarfi HR. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á ru.is eða með því að senda tölvupóst á netfangið:

personuvernd@ru.is

 Vinsamlegast athugið að á viðburðum Háskólans í Reykjavík (HR) eru teknar ljósmyndir og myndbönd sem notuð eru í markaðsstarfi HR. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á ru.is eða með því að senda tölvupóst á netfangið: personuvernd@ru.is
//
Please note that at events hosted at Reykjavik University (RU), photographs and videos are taken which might be used for RU marketing purposes. Read more about this on our ru.is or send an e-mail: personuvernd@ru.is