Að lesa í hegðun ungra barna - hagnýt ráð í uppeldi

Þriðjudagsfyrirlestur HR og Vísis - Berglind Sveinbjörnsdóttir, lektor og forstöðumaður meistaranáms í hagnýtri atferlisgreiningu

  • 16.3.2021, 12:00 - 13:00

Berglind Sveinbjörnsdóttir, lektor og forstöðumaður meistaranáms í hagnýtri atferlisgreiningu, flytur þriðjudagsfyrirlestur HR og Vísis.

 Þriðjudagsfyrirlestur HR og Vísis - Berglind Sveinbjörnsdóttir, lektor og forstöðumaður meistaranáms í hagnýtri atferlisgreiningu


Öll viljum við það sem er börnum er fyrir bestu og góðar aðferðir í uppeldi barna er málefni sem flestir láta sig varða. Það getur hins vegar reynt mjög á foreldra og aðra umönnunaraðila þegar þær aðferðir og úrræði sem þau kunna, duga ekki til að mæta börnum sem af ýmiskonar ástæðum sýna krefjandi hegðun. Í þessum fyrirlestri verður farið yfir þá þætti sem hafa áhrif á hegðun barna, rætt hvernig við getum fyrirbyggt hegðunarerfiðleika og fjallað um gagnreyndar aðferðir sem umönnunaraðilar geta notað við uppeldi barna.
Vinsamlegast athugið að á viðburðum Háskólans í Reykjavík (HR) eru teknar ljósmyndir og myndbönd sem notuð eru í markaðsstarfi HR. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á ru.is eða með því að senda tölvupóst á netfangið: personuvernd@ru.is
//
Please note that at events hosted at Reykjavik University (RU), photographs and videos are taken which might be used for RU marketing purposes. Read more about this on our ru.is or send an e-mail: personuvernd@ru.is