Stafræni Háskóladagurinn 2021
Kynntu þér námið og spjallaðu við nemendur og kennara, 27. febrúar kl. 12 - 16
Háskóladagurinn fer fram 27. febrúar, kl. 12-16. Vegna aðstæðna verður hann stafrænn í ár.
Á nýjum, sameiginlegum vef allra háskóla landsins, haskoladagurinn.is, er að finna upplýsingar um allt grunnnám við íslenska háskóla og þar er auðvelt að leita að draumanáminu.
HR býður upp á Zoom-fundi um allar námsbrautir þar sem áhugasöm geta spjallað og spurt nemendur og kennara um allt sem viðkemur náminu. Zoom-fundirnir eru aðgengilegir á síðum einstakra námsbrauta. Auðvelt er að finna þær á haskoladagurinn.is. Á síðum einstakra námsbrauta er einnig að finna fjölbreytt myndbönd og kynningar um námið.
Þá verður boðið upp á kynna sér hvernig raunverulegar kennslustundir ganga fyrir sig í HR í opnum kennslustundum.
Loks munu þáttastjórnendur Útvarps 101 ræða við nemendur og starfsfólk um það fjölbreytta nám og aðstöðu sem HR hefur upp á á bjóða (sjá dagskrá hér að neðan).
Dagskrá opinna tíma - smellið á titil erindisins sem færir ykkur inn á Zoom fund kennarans.
|
Dagskrá Útvarps 101 - LIVE
12:30 | Ari Kristinn Jónsson, rektor HR Spjall á léttu nótunum um menninguna í HR, aðgengi nemenda að stjórnendum og kennurunum og áhrifin sem þeir hafa á starfið. |
13:00 | SFHR - Félagslífið í HR Arna Arnarsdóttir formaður SFHR, Atli Snær Jóhannsson hagsmunafulltrúi SFHR og Tryggvi Björn Guðbjörnsson varaformaður Markaðsráðs. Nemendurnir segja frá upplifun sinni af stemmingunni í HR, spennunni sem magnast upp í Sólinni fyrir próf, vísindaferðunum, árshátíðunum og öllu hinu sem gerir það ennþá skemmtilegra að vera nemi í HR. |
13:20 | Maggý Rut Jóhannsdóttir, nemi í lögfræði og íbúi á Háskólagörðum HR Við hittum Maggý sem á heima á Háskólagörðum HR en hún var ein af þeim fyrstu til að flytja inn í þessu glænýju húsakynni. Við fylgjum henni svo yfir í HR þar sem hún sýnir okkur sína uppáhaldsstaði í HR. |
13:23 | Nemendur í starfsnámi - Tengslin við atvinnulífið Oddur Stefánsson, nemi í viðskiptafræði og Magnús Baldvin Friðriksson, nemi í fjármálaverkfræði tóku þátt í stjórnendakeppni viðskiptafræðideildar áður en þeir byrjuðu í HR og segja frá þeirri reynslu sem ýtti þeim á þá braut sem þeir völdu sér. Louisa Christina á Kósini, nemi í íþróttafræði, ræðir um starfsnám sitt hjá HK. |
13:48 | Námsráðgjöf og sálfræðiþjónustan í HR Gréta Matthíasdóttir forstöðumaður námsráðgjafar HR og Eva Rós Gunnarsdóttir sálfræðingur Sálfræðiþjónustu HR ræða um þjónustu HR við nemendur þegar kemur að námsráðgjöf og sálfræðiþjónustu. |
14:13 | Uppbygging námsins Gabríela Jóna Ólafsdóttir BSc í hugbúnaðarverkfræði og Björg Ósk Gunnarsdóttir, nemi í lögfræði, ætla að ræða uppbyggingu námsins í HR. Fjórir áfangar eru kenndir í 12 vikur og eftir það fara nemendur í námsmat. Að því loknu tekur við þriggja vikna áfangi þar sem nám annarinnar er gjarna tengt raunhæfum verkefnum. Gabríela ætlar svo að segja frá þriggja vikna námskeiðunum Nýsköpun og stofnun fyrirtækja og Inngangi að upplifunarhönnun. |
14:38 | Róbótaklúbbur HR Kristófer Ingi Maack, nemi í rafmagnstæknifræði, sýnir okkur þá aðstöðu sem róbótaklúbburinn og nemendur í HR hafa aðgang að. |
14:42 | Alþjóðastarf í HR Elín Helga Lárusdóttir og Helgi Gunnar Jónsson, nemar í viðskiptafræði, ræða þátttöku sína í alþjóðlegum viðskiptakeppnum sem þau tóku þátt í fyrir hönd HR. Karítas Etna Elmarsdóttir, Rebekka Rán F Eriksdóttir og Nökkvi Norðfjörð eru öll nemar í rekstrarverkfræði en þau eiga það sameiginlegt að hafa öll farið í skiptinám í útlöndum. Þau segja frá reynslu sinni. Einnig fáum við hlýjar kveðjur frá Barcelona. |
15:07 |
Þátttaka í rannsóknum í HR Birta Sóley segir frá þátttöku sinni í svefnrannsókn í HR, Sólveig segir frá sinni þátttöku í hreyfiveikirannsókn og Lára segir frá mælingum íþróttafræðideildar á lífeðlis- og sálfræðilegum þátt hjá yngri landsliðum okkar í hinum ýmsu íþróttum. |
15:35 | Formúla stúdent Sindri Þór Harðarson, nemi í hátækniverkfræði, segir frá starfsemi Formúla-stúdent hópnum og þeirri aðstöðu sem þau og aðrir nemendur hafa aðgang að. |