Háskóladagurinn í HR

3. mars kl. 12-16

  • 3.3.2018, 12:00 - 16:00

Velkomin í HR á Háskóladaginn!

Það er mikilvægt að vanda valið þegar kemur að því að velja sér háskólanám við hæfi. Þú ert ekki bara að velja nám, þú ert að velja þér farveg sem á sinn þátt í að skapa þér framtíð. 

Á Háskóladaginn gefst þér tækifæri til að kynna þér fjölbreytt námsframboð við HR og spjalla við nemendur, kennara og náms- og starfsráðgjafa um allt sem viðkemur náminu.

Námið við HR

Nám við HR einkennist af áherslu á nútímalega kennsluhætti, trausta fræðilega undirstöðu, verkefnamiðuð námskeið, starfsnám og raunhæf verkefni sem unnin eru í samstarfi við fyrirtæki og stofnanir. 

Prófaðu tíma

Á Háskóladaginn verður hægt að fara í opna tíma í grunnnámi til að fá innsýn í draumanámið.

Opnir tímar í grunnnámi:

Tími Stofa V101 Stofa M101 Stofur V201 & M103
13:00 Hagfræði Tölvunarfræði Háskólagrunnur HR V201
13:30 Viðskiptafræði Hátækni-, véla-
og heilbrigðisverkfræði
Lögfræði M103
14:00 Íþróttafræði Fjármálaverkfræði og rekstrarverkfræði Iðnfræði og byggingafræði V201
14:30 Sálfræði Tæknifræði Tölvunarstærðfræði og hugbúnaðarverkfræði V201

Kynningar á meistaranámi:

Tími Stofa M102 Stofa M104 Stofur M105 & M103
13:30 Sálfræði Verkfræði MPM M105
14:00 Íþróttafræði Tölvunarfræði MBA M105
14:30 Viðskiptafræði   Lögfræði M103


Áhugaverðir örfyrirlestrar

 Tími Stofa V102 
12:30  Hvernig vel ég háskólanám? Gréta Matthíasdóttir, forstöðumaður náms- og starfsráðgjafar 
13:00

Hvað fæ ég fyrir skólagjöldin? Ari Kristinn Jónsson, rektor og Berglind Pétursdóttir, laganemi 

13:30 Hvernig næ ég árangri í háskólanámi? Gréta Matthíasdóttir, forstöðumaður starfs- og námsgjafar
14:00 

Hvernig bý ég til vinningsumsókn? Hildur Katrín Rafnsdóttir, náms- og starfsráðgjafi 

 

Sjáðu myndband frá Háskóladeginum í fyrra


Allir háskólarnir kynna nám

Háskóladagurinn er haldinn á hverju ári. Allir háskólar landsins kynna námsframboð sitt í HÍ, HR og LHÍ, Laugarnesvegi. Boðið er upp á ókeypis strætóferðir milli háskólanna.

Haskolad_google_728x90px_2018