Háskóladagurinn í HR

3. mars kl. 12-16

 • 3.3.2018, 12:00 - 16:00

Velkomin í HR á Háskóladaginn!

Á Háskóladaginn gefst þér tækifæri til að kynna þér fjölbreytt námsframboð og rannsóknir við HR og spjalla við nemendur, kennara og náms- og starfsráðgjafa um allt sem viðkemur náminu.

Þú getur upplifað martröð í sýndarveruleika, prófað nýjan talgreini fyrir íslensku, skoðað loftmótorhjól og Formula Student kappakstursbíla, gert efnafræðitilraun, prófað tölvuleiki sem nemendur hafa búið til á þremur vikum, mælt skothraða í handboltaskoti og stökkhæð, skoðað þrívíddarprentuð líffæri og margt, margt fleira.

Listaháskóli Íslands og Háskólinn á Bifröst kynna einnig námsframboð sitt í húsnæði Háskólans í Reykjavík á Háskóladaginn.

Námið við HR

Nám við HR einkennist af áherslu á nútímalega kennsluhætti, trausta fræðilega undirstöðu, verkefnamiðuð námskeið, starfsnám og raunhæf verkefni sem unnin eru í samstarfi við fyrirtæki og stofnanir. 

Prófaðu tíma

Á Háskóladaginn verður hægt að fara í opna tíma í grunnnámi til að fá innsýn í draumanámið.

Opnir tímar í grunnnámi:

Tími Stofa V101 Stofa M101 Stofur V201 & M103
13:00 Hagfræði Tölvunarfræði Háskólagrunnur HR (V201)
13:30 Viðskiptafræði Hátækni-, véla-
og heilbrigðisverkfræði
Lögfræði (M103)
14:00 Íþróttafræði Fjármálaverkfræði og rekstrarverkfræði Iðnfræði og byggingafræði (V201)
14:30 Sálfræði Tæknifræði Tölvunarstærðfræði og hugbúnaðarverkfræði (V201)

Kynningar á meistaranámi:

Tími Stofa M102 Stofur M105 & M103
13:30 Sálfræði MPM (M105)
14:00 Íþróttafræði Tölvunarfræði (M103)
14:30 Viðskiptafræði Lögfræði (M103)

Áhugaverðir örfyrirlestrar

Hægt verður að fylgjast með beinni útsendingu frá fyrirlestrunum á netinu og horfa á upptökur að þeim loknum á slóðinni:

https://livestream.com/ru/haskoladagurinn2018

 Tími Stofa V102 
12:30  Hvernig vel ég háskólanám? Gréta Matthíasdóttir, forstöðumaður náms- og starfsráðgjafar 
13:00

Hvað fæ ég fyrir skólagjöldin? Ari Kristinn Jónsson, rektor og Berglind Einarsdóttir, laganemi 

13:30 Hvernig næ ég árangri í háskólanámi? Gréta Matthíasdóttir, forstöðumaður náms- og starfsráðgjafar
14:00 

Hvernig bý ég til vinningsumsókn? Hildur Katrín Rafnsdóttir, náms- og starfsráðgjafi 

Setningarathöfn Háskóladagsins 2018

Háskóladagurinn verður að þessu sinni settur í Háskólanum í Reykjavík kl. 12. Ari Kristinn Jónsson, rektor HR, heldur erindi og Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, setur Háskóladaginn. Að því loknu slær Vélabandið inn taktinn að góðum degi. 

Eitthvað fyrir alla

Hér má sjá yfirlit yfir fjölmargar rannsóknir vísindamanna og nemenda HR sem gestir Háskóladagsins geta kynnt sér og upplifað. 

 • Martröð í sýndarveruleika
 • Nýr talgreinir fyrir íslensku
 • Loftmótorhjól
 • Formula Student kappakstursbílar
 • Efnafræðitilraunir
 • Nýir tölvuleikir frá nemendum
 • Mælingar á skothraða handbolta og stökkhæð hjá íþróttafræðinemum
 • Þrívíddarprentuð líffæri og notkun þeirra í samstarfið við Landspítalal háskólasjúkrahús
 • DeCP myndleitarkerfið
 • Eðlisfræðitilraunir
 • Ofurleiðni og svífandi seglar sem ögra þyngdarkraftinum
 • Gufuhylki – þar sem hægt er að „sjá“ geislavirkni
 • Hitamyndavél – tengd við skjá, hægt að sjá margt óvenjulegt og spennandi
 • Van de Graaff rafallinn – kúlurnar sem fá hárið til að rísa
 • Röntgentæki – gegnumlýsing á póstsendingum
 • Flúrljómun – vökvar og ljós
 • /sys/tur - Verða með tölulega greiningu á mælingum íþróttafræðinnar hjá landsliðum KSÍ. 
 • Iðnaðarróbóti 
 • Hálsskaði
 • Prímtöluteljari

Sjáðu myndband frá Háskóladeginum í fyrra


Allir háskólarnir kynna nám

Háskóladagurinn er haldinn á hverju ári. Allir háskólar landsins kynna námsframboð sitt í HÍ, HR og LHÍ, Laugarnesvegi. Boðið er upp á ókeypis strætóferðir milli háskólanna.

Haskolad_google_728x90px_2018