Háskóladagurinn í HR

Laugardaginn 2. mars kl. 12-16

  • 2.3.2019, 12:00 - 16:00

Velkomin í HR á Háskóladaginn!

Á Háskóladaginn gefst þér tækifæri til að kynna þér fjölbreytt námsframboð og rannsóknir við HR og spjalla við nemendur, kennara og náms- og starfsráðgjafa um allt sem viðkemur náminu. Listaháskóli Íslands og Háskólinn á Bifröst kynna einnig námsframboð sitt í húsnæði Háskólans í Reykjavík á Háskóladaginn.

Háskóladagurinn í HR 2018

Prófaðu tíma

Á Háskóladaginn verður hægt að fara í opna tíma í grunnnámi til að fá innsýn í draumanámið og hlýða á fræðslu um val á námi.

Haskolad-HR-112

Kl. 12:30

Hvernig vel ég háskólanám? Gréta Matthíasdóttir, forstöðumaður náms- og starfsráðgjafar HR (M101)

Kl. 13:00

Hagfræði (V101)

Tölvunarfræði (M101)

Sálfræði (V102)

Kl. 13:30

Viðskiptafræði (V101)

Hátækniverkfræði, vélaverkfræði og heilbrigðisverkfræði (M101)

Tölvunarstærðfræði (V102)

Lögfræði (M103)

Kl. 14:00

Íþróttafræði (V101)

Fjármálaverkfræði og rekstrarverkfræði (M101)

Hugbúnaðarverkfræði (V102)

Kl. 14:30

Háskólagrunnur HR (V101)

Tæknifræði (M101)

Iðnfræði og byggingafræði (V102)

Kynningar á meistaranámi (M102)

Kl. 13:30 Klínísk sálfræði

Kl. 14:00 Hagnýt atferlisgreining

Kl. 14:30 Viðskiptadeild


Hópur fólks stendur saman í rauðum göllum

Útvarp 101 verður á staðnum og verður útsending í beinni á vísi.is og á Facebooksíðum 101 útvarps og HR. Þáttastjórnendur taka nemendur og starfsfólk tali og spjalla um allt og ekkert sem tengist skólanum.

Kynningarferðir um HR

Boðið verður upp á tvær kynningarferðir um HR á Háskóladaginn. Fyrri ferðin er kl. 13:30 og svo aftur kl. 14:30.

Eitthvað fyrir alla

Gestir Háskóladagsins geta kynnt sér fjölmargar rannsóknir vísindamanna og nemenda HR, þar má nefna snjallann spilaróbot, einstakt hringhjól, fjölbreytta tölvuleiki, spennandi sýndarveruleika og margt annað forvitnilegt. Einnig verður Formúlubíll RU Racing á staðnum.

Haskolad-HR-146

Námið við HR

Nám við HR einkennist af áherslu á nútímalega kennsluhætti, trausta fræðilega undirstöðu, verkefnamiðuð námskeið, starfsnám og raunhæf verkefni sem unnin eru í samstarfi við fyrirtæki og stofnanir.

Allir háskólarnir kynna námsframboð

Háskóladagurinn er haldinn á hverju ári. Allir háskólar landsins kynna námsframboð sitt í HÍ, HR og LHÍ, Laugarnesvegi. Boðið er upp á ókeypis strætóferðir milli háskólanna.

Haskolad-HR-144Vinsamlegast athugið að á viðburðum í húsnæði Háskólans í Reykjavík (HR) eru teknar ljósmyndir og myndbönd sem notuð eru í markaðsstarfi HR.Í húsnæði háskólans eru eftirlitsmyndavélar.