Háskóladagurinn í HR

Laugardaginn 2. mars kl. 12-16

  • 2.3.2019, 12:00 - 16:00

Velkomin í HR á Háskóladaginn!

Á Háskóladaginn gefst þér tækifæri til að kynna þér fjölbreytt námsframboð og rannsóknir við HR og spjalla við nemendur, kennara og náms- og starfsráðgjafa um allt sem viðkemur náminu. Listaháskóli Íslands og Háskólinn á Bifröst kynna einnig námsframboð sitt í húsnæði Háskólans í Reykjavík á Háskóladaginn.

Prófaðu tíma

Á Háskóladaginn verður hægt að fara í opna tíma í grunnnámi til að fá innsýn í draumanámið. Hér má sjá  dagskrá opnu tímanna. 

 TÍMISTOFA V101STOFA M101STOFA V201 og M103
13:00 Hagfræði Tölvunarfræði Sálfræði (M103) 
13:30 ViðskiptafræðiHátækni-, véla- og heilbrigðisverkfræðiLögfræði (M103) 
14:00 Íþróttafræði Fjármálaverkfræði og rekstrarverkfræði Iðnfræði og byggingafræði (V201) 
14:30 Háskólagrunnur HR  TæknifræðiTölvunarstærðfræði og hugbúnaðarverkfræði (V201) 
 

Námið við HR

Nám við HR einkennist af áherslu á nútímalega kennsluhætti, trausta fræðilega undirstöðu, verkefnamiðuð námskeið, starfsnám og raunhæf verkefni sem unnin eru í samstarfi við fyrirtæki og stofnanir.

Eitthvað fyrir alla á Háskóladaginn

Gestir Háskóladagsins geta kynnt sér og prófað fjölmargar rannsóknir vísindamanna og nemenda HR.

Allir háskólarnir kynna nám

Háskóladagurinn er haldinn á hverju ári. Allir háskólar landsins kynna námsframboð sitt í HÍ, HR og LHÍ, Laugarnesvegi. Boðið er upp á ókeypis strætóferðir milli háskólanna.