Heilavika í HR

Alþjóðlega heilavikan verður haldin í HR 12. - 15. mars 2018

  • 13.3.2018 - 16.3.2018

Gefum heilanum gaum

Sálfræðisvið Háskólans í Reykjavík stendur að Heilaviku í fjórða sinn með hádegisfyrirlestrum og fleiri viðburðum. Áherslan í ár verður á yngstu og elstu kynslóðina, með m.a. myndlistarsýningu 12 ára nemenda Hvassaleitisskóla og fyrirlestri um hvað hægt er að gera til að draga úr líkum á því að fá heilabilun.

Dagskrá

13. - 16. mars

12 ára nemendur úr Hvassaleitisskóla í Álftamýri sýna myndlistarverk um heilann sem þau hafa unnið.

15. mars, kl. 12-14 í stofu V101

  • Heilahristingur og afleiðingar hans: Reynslusaga og læknisfræðilegt sjónarhorn

Ólína Viðarsdóttir, sálfræðingur, doktorsnemi og landsliðskona í fótbolta og Lára Eggertsdóttir Claessen, deildarlæknir á Landspítalanum, fjalla um heilahristing.

  • Heilahreysti á efri árum: Að taka því sem að höndum ber eða spyrna við fótum?

María K. Jónsdóttir, dósent við sálfræðisvið. Í þessum fyrirlestri verður fjallað um hvernig við getum best stuðlað að eigin heilahreysti ævina á enda, dregið úr líkum á því að fá heilabilun og þar með aukið lífsgæði okkar á efri árum.

Í Sólinni kynna sálfræðinemar ýmis verkefni um heilann sem þeir hafa unnið, bæði myndbönd og kynningarspjöld.

Um Heilaviku

Þessi vika vitundarvakningar, sem á ensku nefnist Brain Awareness Week, hefur verið skipulögð af bandarískum góðgerðarsamtökum síðan árið 1996. Þátttakendur í ótal löndum hafa tekið þátt í þessari kynningarviku. Meðal annars hafa háskólar og samtök staðið fyrir fræðslu á ýmsum vettvangi, svo sem í grunnskólum, fjölmiðlum og á götum úti. Allt með það að markmiði að efla almenna þekkingu á heilanum og mikilvægi hans.

Allir eru velkomnir á viðburði í Heilaviku.