HR á UTmessunni

Fyrir unga sem aldna í Norðurljósasal Hörpu 3. febrúar.

  • 2.2.2018 - 3.2.2018

HR á UTmessunni

Háskólinn í Reykjavík verður í Norðarljósasal Hörpu á sýningu UTmessunnar í Hörpu þann 3. febrúar.

Lítill drengur prófar að setjast í kappakstursbíl frá HRSkemmtileg tækni fyrir alla

Kl. 10-17 í Norðurljósasal Hörpu laugardaginn 3. febrúar.

Nemendaverkefni

Háskólinn í Reykjavík sýnir áhugaverð og fjölbreytt verkefni nemenda og starfsfólks háskólans. Verkefnin eru meðal annars:

  • nýir tölvuleikir
  • sýndarveruleiki
  • þrívíddarprentuð líffæri úr þrívíddarprentara
  • prímtöluteljari
  • DeCP-myndleitarkerfi
  • mynstraleikur

Nýi Formula student bíllinn verður á svæðinu og einnig verður mælingar-og endurhæfingarkerfi við meðferð á sjúklingum með hálsskaða til sýnis.

Skema

Ungir gestir UTmessunnar geta prófað forritun með Makey Makey, Kano-tölvum og Minecraft en það er Skema í HR sem sér um að leiðbeina.

/sys/tur

Tölvutætingur /sys/tra er orðinn fastur liður á UTmessunni. Þar sýna þær hvernig á að taka tölvur í sundur og setja saman aftur.

Um UTmessuna

Að UTmessunni stendur Skýrslutæknifélagið (Ský) í samstarfi við Háskólann í Reykjavík, Háskóla Íslands og Samtök iðnaðarins (SUT, IGI, SSP). Einnig er unnið náið með tengiliðum Platinum samstarfsaðila.

Vefur UTmessunnar