Hvernig á að halda ungu íþróttafólki innan vallar?

Þroski og þróun ungra íþróttaiðkenda og þættir sem geta haft áhrif á íþróttaferil þeirra

  • 14.9.2021, 12:00 - 13:00

Dr. Amanda Johnson, fyrrverandi yfirsjúkraþjálfari Manchester United, heldur fyrirlestur í HR í samstarfi við Kine Academy um þroska og þróun ungra íþróttaiðkenda og þætti sem geta haft áhrif á íþróttaferil þeirra. Fyrirlesturinn verður í stofu M209 í Háskólanum í Reykjavík þriðjudaginn 14. september klukkan 12:00. 

https://vimeo.com/603886820

Dr. Amanda Johnson er með doktorsgráðu frá Manchester háskóla þar sem hún rannsakaði tengsl á milli líkamlegs þroska ungra elítu knattspyrnumanna og meiðslasögu þeirra. Hún hefur m.a. starfað hjá enska knattspyrnusambandinu sem sjúkraþjálfari yngri landsliða Englands bæði karla og kvenna. Hún starfaði sem yfirsjúkraþjálfari hjá Manchester United í tíu ár á þeim tíma þegar Alex Ferguson var þar við stjórnvölinn og sömu stöðu gegndi hún í átta ár hjá Aspire Akademíunni í Katar. Amanda býr yfir mikilli reynslu af að starfa með ungu íþróttafólki þar sem hún hefur á sínum ferli einnig starfað m.a. með frjálsíþróttafélögum og sundliðum.

Fundarstjóri: Gauti Grétarsson, sjúkraþjálfari. Vinsamlegast athugið að á viðburðum Háskólans í Reykjavík (HR) eru teknar ljósmyndir og myndbönd sem notuð eru í markaðsstarfi HR. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á ru.is eða með því að senda tölvupóst á netfangið: personuvernd@ru.is
//
Please note that at events hosted at Reykjavik University (RU), photographs and videos are taken which might be used for RU marketing purposes. Read more about this on our ru.is or send an e-mail: personuvernd@ru.is