Gervigreind og gervital

Þriðjudagsfyrirlestur HR og Vísis

  • 23.2.2021, 12:00 - 13:00

Jón Guðnason, dósent við verkfræðideild og forstöðumaður Mál- og raddtæknistofu, heldur þriðjudagsfyrirlestur HR og Vísis.


https://vimeo.com/513409498

Gervigreind er stórt fag í tækniheiminum og felst í sjálfvirknivæða tæknina á þann hátt að hún hagi sér á sjálfstæðan hátt. Talgerving er undirgrein gervigreindar og máltækni sem gengur út á að breyta rituðu máli yfir í talmál. Viðfangsefni fyrirlesturins er gervigreind og hvernig hún er notuð til þess að búa til raddir úr texta með notkun vélræns náms og merkjavinnslu og hvernig hægt er að nota talgervingu í stærri gervigreindarkerfi og viðmót þeirra við manneskjur.Vinsamlegast athugið að á viðburðum Háskólans í Reykjavík (HR) eru teknar ljósmyndir og myndbönd sem notuð eru í markaðsstarfi HR. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á ru.is eða með því að senda tölvupóst á netfangið: personuvernd@ru.is
//
Please note that at events hosted at Reykjavik University (RU), photographs and videos are taken which might be used for RU marketing purposes. Read more about this on our ru.is or send an e-mail: personuvernd@ru.is