Hvernig varð íslenskt nýsköpunarfyrirtæki lykilhlekkur í dreifingu á Pfizer COVID-19 bóluefninu?

Að gera hið ómögulega - verkefnastýring að baki dreifingar Pfizer COVID 19 bóluefnsins

  • 19.10.2021, 12:00 - 12:45

Þriðjudaginn 19. október verður haldin málstofa í stofu V101 á vegum MPM-námsins í HR um það hvernig íslenska nýsköpunarfyrirtækið Controlant varð á fimm mánuðum lykilhlekkur í dreifingu á PfizerBioNTech COVID-19 bóluefnisins. Málstofan mun fara fram á ensku. 

Bakvið ævintýri Controlant er flókin verkefnastýring sem krafðist mikillar nákvæmni og útsjónarsemi enda snerti verkefnið heimsbyggðina alla. Farið verður ofan í saumana á verkefnastýringunni, saga fyrirtækisins rakin, verkefnateymið kynnt og farið í gegnum það hvernig Controlant mælir meginmarkmið sín. 

Starfsmenn Controlant munu halda erindi: 

  • Vallý Helgadóttir - Chief Service Officer
  • Christina Merkel - VP of Program Management
  • Simon Prescott - Implementation Program Manager

Í lokin verður boðið upp á spurningar úr sal. Öll velkomin en málstofunni verður einnig streymt: 


https://vimeo.com/632149141Vinsamlegast athugið að á viðburðum Háskólans í Reykjavík (HR) eru teknar ljósmyndir og myndbönd sem notuð eru í markaðsstarfi HR. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á ru.is eða með því að senda tölvupóst á netfangið: personuvernd@ru.is
//
Please note that at events hosted at Reykjavik University (RU), photographs and videos are taken which might be used for RU marketing purposes. Read more about this on our ru.is or send an e-mail: personuvernd@ru.is