Jarðeldar, gjörningaveður og alheimsfaraldrar: Verkefnastjórnun í þágu almannavarna.

Rafrænt hádegiserindi MPM-námsins 20. apríl kl. 12-13 með Davíð Lynch, yfirverkefnastjóra Almannavarna

  • 20.4.2022, 12:00 - 13:00

Fundartengill á zoom:  https://eu01web.zoom.us/j/63831345093
Skráning hér (ekki skylda).

Davíð Dominic Lynch fjallar um innleiðingu verkefnastjórnunar í þverfaglegum viðbrögðum Almannavarna við náttúravá m.a. í eldgosinu í Geldingadölum og í COVID 19 heimsfaraldrinum. Um er að ræða bæði viðbragð við ógn, langtíma þróunarverkefni, rýni og umbótavinnu. Einnig verður rætt um notkun og fengna reynslu af ýmisum aðferðum verkefnastjórnunar í þessu mikilvæga starfi.

Davíð Dominic Lynch starfar sem yfirverkefnastjóri hjá Almannavörnum ríkislögreglustjóra. Almannavarnir bregðast við afleiðingum neyðarástands sem kann að ógna lífi og heilsu almennings, umhverfi og /eða eignum. Almannavarnir stýra einnig samhæfingarstöð Almannavarna og aðstoða við endurreisn og uppbyggingu samfélags eftir áföll. Davíð starfaði áður hjá Rauða krossinum bæði á Íslandi og erlendis og hjá embætti Tollstjóra. Davíð útskrifaðist með MPM gráðu árið 2008, hann er úttektamaður IPMA fyrir Project Excellence Awards og er vottaður markþjálfi (Professional Certified Coach) hjá International Coaching Federation.

Um AlmannavarnirVinsamlegast athugið að á viðburðum Háskólans í Reykjavík (HR) eru teknar ljósmyndir og myndbönd sem notuð eru í markaðsstarfi HR. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á ru.is eða með því að senda tölvupóst á netfangið: personuvernd@ru.is
//
Please note that at events hosted at Reykjavik University (RU), photographs and videos are taken which might be used for RU marketing purposes. Read more about this on our ru.is or send an e-mail: personuvernd@ru.is