Kynjajafnrétti í íþróttum

Hlutverk hins opinbera

  • 19.2.2018, 12:00 - 13:00

Lagadeild og íþróttafræðisvið Háskólans í Reykjavík boða til málstofu mánudaginn 19. febrúar kl. 12:00-13:00 í stofu M101 þar sem niðurstöður rannsóknar um hlutverk ríkisvaldsins við að tryggja kynjajafnrétti í íþróttum verða kynntar. Í framhaldinu verða niðurstöðurnar ræddar af þátttakendum í pallborði og tekið við spurningum frá fundarmönnum.  

Frummælandi verður María Rún Bjarnadóttir doktorsnemi við Sussex háskóla. Í pallborði sitja Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra, Lárus Blöndal forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og Guðni Bergsson formaður Knattspyrnusambands Íslands. 

Eftir pallborðsumræðurnar gefst gestum kostur á að beina fyrirspurnum til frummælanda og pallborðsins. 

Fundarstjóri verður Dr. Bjarni Már Magnússon dósent við lagadeild HR. 

Málstofunni verður streymt á slóðinni: https://livestream.com/ru/kji2018