Kynningarfundur MBA-náms við HR

Viltu efla stjórnenda- og leiðtogahæfileika þína?

  • 24.4.2017, 11:30 - 13:00
  • Stofa M209

Mánudaginn 24. apríl næstkomandi efnir MBA-námið í HR til kynningarfundar um námið. Fundurinn verður haldinn í Háskólanum í Reykjavík, í stofu M209 frá kl.12:00-13:00. Léttar veitingar verða í boði fyrir fundargesti frá kl.11:30.

Á fundinum mun Auður Arna Arnardóttir, forstöðumaður námsins, halda stutta kynningu og að því loknu munu þau Jón Haukur Baldvinsson, framkvæmdastjóri Jamie's Italian Iceland (MBA 2015); Þóra Eggertsdóttir, forstöðumaður fjármála- og upplýsingatæknisviðs hjá Flugfélagi Íslands (MBA 2017) og Erlendur Svavarsson, framkvæmdastjóri hjá Loftleiðum (MBA 2018) segja frá reynslu sinni af náminu og hvernig það hefur nýst þeim í starfi. 

Áhugasamir eru vinsamlega beðnir um að skrá sig með því að senda póst á mba@ru.is.

Nánari upplýsingar um námið og/eða kynningarfundinn veitir Kári Finnsson, verkefnastjóri MBA-námsins í HR. Netfang: karif@ru.is Sími: + 357 599 6506.

Sjá yfirlit yfir alla kynningarfundi meistaranáms