Kynningarfundur MPM-námsins, meistaranáms í verkefnastjórnun

Viltu koma hlutum í verk?

  • 14.3.2019, 12:00 - 13:00, Háskólinn í Reykjavík

Verið velkomin á kynningu á MPM, meistaranámi í verkefnastjórnun við Háskólann í Reykjavík.

MPM-námið við verkfræðideild Háskólans í Reykjavík er 90 eininga háskólanám á meistarastigi sem stundað er samhliða vinnu og tekur tvö ár. Um er að ræða nútímalegt stjórnunarnám sem hentar þeim sem vilja koma hlutum í verk, hvort sem það er á sviði vöruþróunar, verklegra framkvæmda, nýsköpunar, innleiðingar, breytinga, rannsókna eða menningarviðburða.

Námsbrautin hefur hlotið alþjóðlega vottun APM-samtakanna um verkefnastjórnun og nemendur útskrifast að auki með vottun sem gildir á heimsvísu sem veitt er af Alþjóðasamtökum verkefnastjórnunarfélaga (IPMA).

Nánari upplýsingar má finna á ru.is/mpm eða með því að senda tölvupóst á mpm@ru.is

  • Stofa: V101

  • Dagsetning: 14.3.2019

  • Tími: 12:00 - 13:00

Haldnir verða tveir aðrir kynningarfundir um námið, 28. mars og 9. apríl.

Vinsamlegast athugið að á viðburðum í húsnæði Háskólans í Reykjavík (HR) eru teknar ljósmyndir og myndbönd sem notuð eru í markaðsstarfi HR.Í húsnæði háskólans eru eftirlitsmyndavélar