Kynningarfundur um Háskólagrunn HR
Háskólagrunnur HR er góður undirbúningur fyrir þau sem vilja hefja háskólanám en hafa ekki lokið stúdentsprófi
Háskólagrunnur HR verður með kynningu á náminu á Opna húsi HR þann 17. maí. Kynningin fer fram í stofu M116.
Háskólagrunnur HR er góður undirbúningur fyrir þau sem vilja hefja háskólanám en hafa ekki lokið stúdentsprófi. Þegar nemendur sækja um velja þeir grunn miðað við það háskólanám sem stefnt er að í framhaldinu. Einnig geta þau sem hafa lokið stúdentsprófi bætt við sig einingum í stærðfræði og raungreinum í viðbótarnámi við stúdentspróf.