Kynningarfundur: VUCA ákvörðunarfræði í Frakklandi
Átta nemendum HR gefst færi á að ferðast til Frakklands og dvelja þar í fimm daga.
Átta nemendum Háskólans í Reykjavík gefst færi á að ferðast til Frakklands og dvelja þar í fimm daga í febrúar eða mars. Þar munu nemendurnir læra ákvörðunarfræði á nýjan og spennandi hátt í alþjóðlegu umhverfi hafnarbæjarins Brest í Bretagnehéraðinu. Nemendur fá ferðakostnað og uppihald greitt. Námskeiðin gefa tvær ECTS einingar frá tækni- og verkfræðideild.
Kynningarfundur um námskeiðin verður haldinn 7. desember kl. 13:00 í stofu V101. Umsóknarfrestur er til 18. desember. Hægt er að sækja um aðra eða báðar vinnustofunar með því að senda tölvupóst á nemendabokhald@ru.is
Háskólinn í Reykjavík tekur þátt í Evrópuverkefninu D'Ahoy ásamt nokkrum öðrum evrópskum háskólum og menntastofnunum. Markmiðið með D'Ahoy verkefninu er að vera lyftistöng undir rannsóknir á sviði ákvörðunar- og áhættufræða auk þess að þróa námskeið og kennsluaðferðir fyrir framtíðina.