Látum tækin skilja okkar mál!

Fyrsta hakkaþonið í máltækni á Íslandi

  • 25.4.2020 - 26.4.2020, 8:00 - 14:30

Fyrsta nýsköpunarkeppnin í máltækni á Íslandi, Lingó Hack 2020, verður haldin í Háskólanum í Reykjavík 25. -26. apríl. Tilgangur hennar er að vekja athygli nemenda á mikilvægi tæknistuðnings fyrir íslensku. Keppnin stendur yfir í sólarhring og á þeim tíma koma nemendur saman, fá rými til þess að læra, hanna og að lokum skapa sína eigin lausn algjörlega frá grunni.

Það er nýtt nemendafélag við Háskólann í Reykjavík, Nemendafélag Hakkaþona, sem stendur að viðburðinum.

Mál- og raddtæknistofa HR og Háskólinn í Reykjavík styðja við bakið á nemendafélaginu, meðal annars með því að útvega húsnæði og áskoranir fyrir keppendur. Nánari upplýsingar um Lingó Hack 2020 og skráningarsíðu má finna á www.lingohack.isVinsamlegast athugið að á viðburðum Háskólans í Reykjavík (HR) eru teknar ljósmyndir og myndbönd sem notuð eru í markaðsstarfi HR. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á ru.is eða með því að senda tölvupóst á netfangið: personuvernd@ru.is
//
Please note that at events hosted at Reykjavik University (RU), photographs and videos are taken which might be used for RU marketing purposes. Read more about this on our ru.is or send an e-mail: personuvernd@ru.is