Loftslagslög - íslensk löggjöf um loftslagsmál og EES samningurinn

Þriðjudagsfyrirlestur HR og Vísis

  • 18.5.2021, 12:00 - 13:00

Margrét Einarsdóttir, prófessor við lagadeild, flytur þriðjudagsfyrirlestur HR og Vísis.

https://vimeo.com/548338532

EES-samningurinn hefur haft mikil áhrif á íslenska loftslagslöggjöf. Markmið ESB og um leið EES/EFTA-ríkjanna í loftslagsmálum eru metnaðarfull og þær aðgerðir sem ráðast þarf í til að ná þeim eru vel útfærð og sannfærandi.

Sameiginleg markmið ESB, aðildarríkja þess, Íslands og Noregs gagnvart Parísarsamningnum er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 40% fyrir árið 2030 miðað við útblástur árið 1990.

Þessu markmiði á að ná í fyrsta lagi með því að draga úr losun um 30% miðað við árið 2005, í geirum sem eru á beinni ábyrgð stjórnvalda. Í öðru lagi með því að tryggja að heildarlosun frá landnotkun, breyttri landnotkun og skógrækt sé ekki meiri en heildarbinding. Í þriðja lagi á að draga úr losun um 43% á grundvelli viðskiptakerfis ESB með losunarheimildir.

En hvernig ætla íslensk stjórnvöld að ná loftslagsmarkmiðum sínum? Aðgerðaáætlun íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum gegnir hér lykilhlutverki. Samkvæmt henni á m.a. að ráðast í orkuskipti í vegasamgöngum, bæta fóðrun búfjár til að draga úr iðragerjun, draga úr urðun úrgangs og matarsóun, efla skógrækt, landgræðslu og endurheimta votlendi, svo fátt eitt sé nefnt.

Þrátt fyrir vandaða löggjöf og metnaðarfullar aðgerðir er björninn ekki unninn og til að draga megi úr losun gróðurhúsalofttegunda, og þar með hlýnun jarðar, þurfa allir; stjórnvöld, fyrirtæki og einstaklingar að leggja sitt af mörkum. Vinsamlegast athugið að á viðburðum Háskólans í Reykjavík (HR) eru teknar ljósmyndir og myndbönd sem notuð eru í markaðsstarfi HR. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á ru.is eða með því að senda tölvupóst á netfangið: personuvernd@ru.is
//
Please note that at events hosted at Reykjavik University (RU), photographs and videos are taken which might be used for RU marketing purposes. Read more about this on our ru.is or send an e-mail: personuvernd@ru.is