„Í konunglegu umboði – verndun starfsheitis verkefnastjóra í Bretlandi og framtíð fagsins”

Lögverndun starfsheitis verkefnastjóra í Bretlandi og framtíð fagsins

  • 26.10.2022, 17:00 - 18:00

Fyrir örfáum árum stigu Bretar það skref, fyrstir þjóða, að lögvernda starfsheiti verkefnastjóra.

Dr. Adam Boddison leiðir bresku verkefnastjórnunarsamtökin APM, en hann er einnig prófessor við háskólann í Warwick. Dr. Boddison heldur erindi við HR um lögverndun starfsheitis verkefnastjóra í Bretlandi, ástæður þessa og hver reynslan er. Einnig mun hann fjalla um hlutverk og starfsemi APM í Bretlandi og framtíð verkefnastjórnunar sem faggreinar.

Erindi Dr. Adam Boddison er í boði MPM námsins og verður haldið miðvikudaginn 26. október kl 17:00 í stofu M209 í Háskólanum í Reykjavík. Vinsamlegast athugið að á viðburðum Háskólans í Reykjavík (HR) eru teknar ljósmyndir og myndbönd sem notuð eru í markaðsstarfi HR. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á ru.is eða með því að senda tölvupóst á netfangið: personuvernd@ru.is
//
Please note that at events hosted at Reykjavik University (RU), photographs and videos are taken which might be used for RU marketing purposes. Read more about this on our ru.is or send an e-mail: personuvernd@ru.is