Lokahóf Nýsköpunarkeppni grunnskólanna

Sýning á verkum þátttakenda og verðlaunaafhending

  • 20.5.2017, 13:00 - 15:00

Lokahóf Nýsköpunarkeppni grunnskólanna verður haldið í Sólinni í Háskólanum í Reykjavík laugardaginn 20. maí kl. 13-15.

Dagskrá:

13:00 Dagskrá hefst - opnun

13:10 Verðlaunaafhending

14:00 Sýning á verkum nemenda. Léttar veitingar í boði HR.

15:00 Dagskrárlok

Nýsköpunarkeppni grunnskólanna er hugmyndasamkeppni fyrir nemendur í 5. – 7. bekk. Undirbúningur fer fram í skólum landsins samhliða skólaárinu þar sem nemendur fá kennslu við að þróa verkefni á sínu áhugasviði, allt frá hugmyndum til veruleika. Þetta ferli virkjar sköpunarkraft nemenda í lausnamiðuðum hugsunarhætti og eykur sjálfstraust þeirra og frumkvæði.

Keppninni lýkur á vorin með vinnusmiðju þar sem þátttakendur í úrslitum fá tækifæri til að útfæra hugmyndir sínar frekar með aðstoð leiðbeinenda frá Háskóla Íslands, Háskólanum í Reykjavík og annarra samstarfsaðila. Í kjölfarið er haldið lokahóf þar sem veitt eru stórglæsileg verðlaun og viðurkenningarskjöl.

Eigandi Nýsköpunarkeppni grunnskólanna er mennta- og menningarmálaráðuneyti en Nýsköpunarmiðstöð Íslands sér um rekstur keppninnar í samstarfi við Háskólann í Reykjavík, Háskóla Íslands, Menntamálastofnun, Samband íslenskra sveitarfélaga, Arion banka, Samtök Iðnaðarins, ELKO, IKEA, grunnskóla o.fl. aðila.